Skýrslur - Þjónustur veitir þér sundurliðun á þjónustum sem voru með virkar skráningar á völdu tímabili. Hún sýnir heildarupphæð reikninga, greiddar greiðslur, þóknanir og fleira.





Af hverju þessi eiginleiki er gagnlegur

Skýrslurnar eru sérstaklega gagnlegar þegar þú vilt:

  • Skoða fjármál hjá tiltekinni deild (t.d. Fótbolta, Sumarnámskeið).

  • Einblína á ákveðna þjónustu sem félagið býður upp á t.d ákveðið námskeið eða æfingagjöld.

  • Sjá hvað hefur verið rukkað, greitt, niðurfellt eða gefið í afslátt á hvern þátttakanda eða þjónustu.

  • Skoða upplýsingar niður á einstaka meðlimi í hverri þjónustu.

  • Flytja út fjárhagsgögn fyrir bókhald, skýrslugerð eða uppgjör.

  • Nota Ítarlega leit (Advanced Search) til að sía niðurstöður eftir hópum, þjónustum, greiðslum og fleiru.

  • Vista og endurnýta síuuppsetningar með Vista skýrslu (Save preset).


Hvað tímabil á ég að velja?

Þegar þú velur dagsetningu undir Tímabil, þá nær skýrslan yfir allar þjónustur sem voru virkar einhvern tíma innan þess tímabils — jafnvel þó þær hafi byrjað áður eða endað eftir valið bil. 


Hvernig á að nota skýrsluna

  1. Veldu tímabil með því að stilla „Period“-dagsetningar.

  2. Veldu deild, t.d. Sumarbúðir.

  3. Ef þú vilt, þrengdu leitina með því að velja vöru, hóp eða þjónustu.

  4. Hakaðu við Ítarlegt (Advanced) til að fá fleiri síuvalkosti.

  5. Smelltu á Submit til að búa til skýrsluna.

  6. Smelltu á Download invoices til að hlaða niður skýrslunni eða á Save preset til að vista uppsetninguna og nota aftur síðar.


Hvað dálkarnir sýna

  • Heildarupphæð (Total amount) – Heildarupphæð reiknings .

  • Greitt (Paid amount) – Sú upphæð sem hefur verið greidd af þátttakanda hingað til.

    • Þetta getur t.d verið ein eða fleiri greiðslur svosem kortagreiðslur, greiðsluseðla, frístundastyrki, handvirka afslætti, niðurfellingar, reiðufé og aðrar greiðslutegundir.

    • Mismunandi tegundir greiðslna eru sýndar í sér línur eða flokka eftir því sem við á.

    • Þóknun sýnir færslugjöld.


Uppbygging skýrslunnar

  • Gögnin eru flokkuð í eftirfarandi formi: Deild → Þjónusta → Vara → Skráður meðlimur

  • Hægt er að smella á línur til að fella saman eða opna frekari sundurliðun.

  • Samtölur birtast á hverju stigi (t.d. fyrir vöru, þjónustu eða deild).

  • Grænar upphæðir tákna greiðslur sem hafa verið greiddar eða eru á leiðinni á bankareikning félagsins. ATH að draga þóknun frá kortagreiðslum.

  • Bláar þjónustur eru þjónustur sem eru enn með virkar skráningar eða valkosti.