Það er einungis hægt að stofna marga leiki í gegnum tölvu á www.abler.io.
Þegar þú býrð til marga leiki í einu geturðu skilið undirhópsreitinn eftir auðan ef hóparnir fyrir leikina eru ekki endanlega tilbúnir.
Ef hóparnir er þegar tilbúnir, geturðu valið undirhópana strax þegar þú stofnar marga leiki. ATH: Til að leikirnir birtist í appinu hjá þér sem þjálfari þá þarftu að vera hluti af undirhópnum sem er valin eða verður valin fyrir þessa leiki.
Að stofna marga leiki
1. Smelltu á örina við hliðina á viðburðir og veldur stofna marga leiki
- Bæta við nýjum leik: Smelltu á plús (+) táknið til að bæta við nýrri línu.
- Afrita leik: Þetta afritar allar upplýsingar úr núverandi leik í nýja línu, sem sparar tíma.
- Eyða leik: Smelltu á mínus (-) táknið til að fjarlægja línu ef nauðsynlegt er.
- Því næst er að fylla út formið og velja stofna marga leiki.
Sjálfvirk uppfærsla leikja og innflutningur
- Ef félagið þitt er tengt við KSÍ eða ÍSÍ gagnagrunninn, geturðu sótt leikjadagskrána sjálfkrafa í stað þess að skrá hvern leik handvirkt.
- Þú getur einnig náði í Excel skjal, fyllt inn upplýsingar þar, og síðan hengt skjalið inn aftur til að skrá leikina í Abler á fljótlegan hátt.
Þessi eiginleiki gerir þér kleift að skipuleggja marga leiki fyrirfram, hvort sem um er að ræða mót eða venjulega leikjadagskrá, með sveigjanleika til að bæta við hópum og breyta upplýsingum síðar.