Athugið: Eins og staðan er í dag er aðeins hægt að stofna æfingaáætlun og marga leiki í gegnum tölvu. Aðrir viðburðir, eins og stakar æfingar, leikir og almennir viðburðir, er hins vegar hægt að stofna bæði í appinu og í tölvu.


Í tölvu:


Til að stofna viðburð skaltu fara í Viðburðir > Stofna og velja þá tegund viðburðar sem þú vilt búa til.


Í appi:

Farðu í Flokkar, veldu Starfsfólk, síðan viðeigandi deild og flokk. Farið svo í Dagskrá og smelltu á þrjá punktana efst í hægra horninu til að stofna viðburð.


Hvaða tegund viðburðar á ég að velja?

Stofna æfingu

Notað þegar þú vilt bæta við stakri æfingu. Gott fyrir aukaæfingar eða æfingar utan reglulegrar áætlunar.


Stofna æfingaáætlun

Tilvalið þegar um er að ræða reglulegar æfingar yfir ákveðið tímabil (t.d. vikulega mánudaga og fimmtudaga). Sparar tíma og heldur skipulagi.


Stofna leik

Notað þegar verið er að bæta við einum leik, t.d. æfingaleik eða mótsleik. Hægt er að skrá mótherja, staðsetningu og fleira.


Stofna marga leiki

Þægilegt ef þú ert með mót eða keppnistímabil og vilt setja inn marga leiki í einu. Mikill tímasparnaður.


Stofna viðburð

Almennir viðburðir með eða án greiðslu sem eru hvorki æfingar né leikir, t.d. foreldrafundir, Pizzakvöld o.s.frv.


Klóna viðburð

Ef þú ert með viðburð sem á að endurtaka, t.d. svipaða æfingu eða fund, þá sparar þetta tíma með því að afrita eldri viðburð.




Mikilvægt er að velja rétta hópa á viðburðina til að iðkandinn/forráðamaður fái viðburðinn beint í appið.