Ef viðburður fellur niður, er hægt að endurgreiða öllum sem greiddu með greiðslukorti. Einnig er hægt að endurgreiða stökum meðlimum . Endurgreiðslan fer inn á kort viðkomandi og ætti greiðslan alla jafna að berast innan 2 daga.
- Farðu í vinstri valmyndina í Stjórnenda viðmótinuog veldu Greiðsluviðburðir.
- Listi sem sýnir alla greiðsluviðburði birtist. Veldu nafn viðburðarins sem á að endurgreiða.
- Greiðslulisti fyrir viðburðinn opnast. Til að velja alla greiðendur, smelltu á valhnappinn efst í töflunni en ef þú vilt einungis velja nokkra eða stakan meðlimi þá geturu smellt á hringinn við hliðina á nafninu þeirra.
- Veldu Breyta uppi í hægra horninu og svo Fella niður reikning.
- Staðfestingargluggi opnast. Staðfestu og virkjaðu endurgreiðsluferlið. Það getur tekið nokkrar sekúndur að endurgreiða á öll kortin en skemmri tíma ef um stakan einstakling er að ræða.