Í Abler finnur þú þrjá flipa undir „Fjármál“ sem hjálpa þér að fylgjast með fjármálum félagsins – frá útgáfu reikninga til greiðslna sem berast inn á bankareikning félagsins.
Reikningar – Sýnir alla reikninga sem gefnir hafa verið út vegna skráninga, ásamt stöðu þeirra. Stofnast sjálfkrafa þegar notandi skráir sig í þjónustu/greiðsluviðburð eða þegar stjórnandi skráir meðlim í þjónustu.
Greiðslur – Sýnir allar greiðslur sem tengjast reikningum, þar á meðal kortagreiðslur, frístundastyrk, greiðsluseðla, afslætti og handvirkar færslur sem stjórnandi setur á reikning. Athugið að reikningur getur verið greiddur með einni eða fleiri greiðslum.
Uppgjör – Sýnir innborganir frá greiðslumiðlara inn á bankareikning félagsins, ásamt yfirliti yfir færslur og kostnað.
- Kortagreiðslum er safnað saman hjá færsluhirði og greiðir hann út til félagsins eftir samkomulagi t.d mánaðarlega, vikulega og daglega.
- Greiðsluseðillinn er greiddur út til félagsins um leið og kaupandi greiðir hann í heimabanka.
- Frístundastyrkur safnast saman hjá sveitarfélagi og er greiddur út af af þeim eftir uppgjörssamkomulagi.
Reikningar
Reikningaflipinn sýnir alla reikninga sem tengjast skráningum innan félagsins og deilda þess. Hann gerir þér kleift að:
Skoðaðu hvaða reikningar eru greiddir, ógreiddir, Í greiðsludreifingu, Mistókust, felldir niður eða settir í safn.
Fylgstu með hvaða reikningar hafa verið gefnir út, til dæmis hvaða tekjur hafa myndast
Skoðaðu upphæðir og veitta afslætti.
Athugaðu stöðuna á hverjum reikningi.
Dálkur | Lýsing |
---|---|
Notandi | Nafn notanda (yfirleitt forráðamaður eða meðlimur). |
Deild | Sú deild sem reikningurinn tengist (t.d. Körfubolti). |
Flokkur | Tiltekinn flokkur innan deildarinnar. |
Titill | Nafn skráningar eða félagsgjalda. |
Reikningsnúmer | Einstakt númer reiknings. Hægt að smella til að skoða og breyta. |
Heildarupphæð | Upphæð sem er rukkuð. |
Greidd upphæð | Upphæð sem hefur verið greidd. |
Stofndagur | Dagsetning reiknings. |
Gjalddagi | Dagsetning þegar greiðsla á að berast (ef við á). |
Reikningar með 0 kr. upphæð gefa til kynna 100% afslátt eða ókeypis skráningu.
Skoða og vinna með reikninga
Smelltu á reikningsnúmerið. Í reikningnum getur þú handvirkt bætt við færslum eins og afslætti, niðurfellingu eða framkvæmt endurgreiðslu – hvort sem er að hluta eða heild. Einnig er hægt að skrá aðrar greiðslutegundir, svo sem millifærslu eða reiðufé. Ekki er hægt að breyta gjalddaga reiknings.
Notaðu hringina vinstra megin til að velja marga reikninga í einu og hætta við ógreidda reikninga.
Síur
Þú getur síað niðurstöður út frá:
Röðun (stofnunardagur reiknings / síðast uppfært - Reikningur síðast uppfærður)
Deild
Viðtökureikning
Þjónustu
Stöðu (t.d. í vanskilum)
Tegund
Handvirkum greiðslum
Reikningsnúmeri
Færslunúmeri
Notanda (nafn, netfang, kennitala)
Upphæð (meira/minna en)
Tímabil
Veldu tímabil efst vinstra megin:
Í dag
Síðasta vika
Þessi mánuður
Sérsniðið tímabil
Hlaða niður í Excel
Smelltu á hnappinn Annað efst hægra megin til að hlaða niður:
Reikningalista – Yfirlit með stöðu, upphæð og upplýsingum um notendur.
Greiðslulista – Yfirlit yfir allar greiðslur sem tengjast völdum reikningum.
Greiðslur
Greiðsluflipinn sýnir allar greiðslur sem tengjast reikningum – kortagreiðslur, frístundastyrkur, greiðsluseðlar, afslættir og handvirkar færslur framkvæmdar af stjórnanda.
Þessi yfirsýn hjálpar þér að:
Fylgjast með hvernig og hvenær reikningar eru greiddir
Staðfesta mótteknar greiðslur
Sjá greiðslur sem vantar eða mistókust
Yfirfara afslætti og handvirkar skráningar
Taka út frístundastyrksgreiðslur
Samræma greiðslur og reikninga í bókhaldi
Tegundir greiðslna
Kortagreiðsla – Greidd í kaupferli af notenda
Frístundastyrkur - Ráðstafað í kaupferli af notendum
Greiðsluseðill - Pantaður í heimabanka í kaupferli af notenda.
Sjálfvirkir afslættir – Kemu fram í kaupferlinu við skráningu (t.d. systkinaafsláttur)
Handvirkar greiðslur – Skráðar af stjórnendum (t.d. reiðufé, niðurfelling, millifærsla og afsláttur)
Skýringar á dálkum
Dálkur | Lýsing |
Staðfest | Dagsetning og tími greiðslu. |
Deild | Deildin sem greiðslan tengist. |
Hópur | Hópurinn sem greiðslan tengist. |
Greiðandi | Sá sem greiddi. |
Aðferð | Greiðslumáti (kort, reiðufé, afsláttur, handvirkt). |
Upphæð | Heildarfjárhæð greiðslunnar. |
Staða | Greitt / Ógreitt. |
Reikningsnúmer | Tengdur reikningur. Smelltu til að skoða. |
Sía
Sía má eftir:
Deild
Viðtökureikningar
Þjónustu
Stöðu (greitt/ógreitt o.fl.)
Tegund greiðslu
Reiknings- eða greiðslunúmeri
Notanda
Upphæð
Smelltu á Leita til að virkja síur eða Hreinsa síur til að sýna allt.
Smelltu á Annað til að hlaða niður greiðslulista í Excel – hentugt fyrir bókhald og uppgjör.
Uppgjör - Þegar greiðslur berast inn á bankareikning félagsins.
Undir "Uppgjör" í Abler
Hér getur þú nálgast:
Uppgjör frá kortafærsluhirði (t.d. Valitor, Straumur eða annað)
Uppgjör vegna greiðsluseðla sem greiddir hafa verið
Ef þú ert að vinna með uppgjör frá sveitarfélögum, geturðu farið í flipann Greiðslur, stillt uppgjörstímabilið sem sveitarfélagið gefur upp og valið tegundina Frístundastyrkur og stöðuna greitt. Þar geturðu sótt greiðslur sem falla undir þann hatt og náð í Excel skjali.
Hvernig uppgjör virka
Notandi velur greiðslumáta og greiðir með korti eða greiðsluseðli – Reikningur stofnast og er greiddur með korti samstundis eða með því að panta greiðsluseðil.
Greitt til félags:
Kortagreiðslur eru greiddar út skv. samkomulagi við færsluhirði – Greiðsluviðburðir(Abler Pay) eru yfirleitt í daglegu uppgjöri, en allt sem fer í gegnum þjónustuyfirlit er ýmist mánaðarlegt, vikulegt eða daglegt.
Greiðsluseðlar eru greiddir samstundis inn á bankareikning félagsins eftir að greiðandi greiðir seðilinn.
Abler skráir uppgjörið – Uppgjörið birtist í kerfinu með yfirliti yfir upphæð, kostnað og tengdar færslur.
Ef uppgjör sýnir neikvæða tölu, þýðir það að endurgreiðsla hafi átt sér stað.
Sjá hvernig kortauppgjör virka með því að smella á hér
Sjá hvernig greiðsluseðlauppgjör virka með því að smella hér
Með því að nota Reikninga, Greiðslur og Uppgjör saman færð þú fullkomna yfirsýn yfir ferlið frá skráningu til innborgunar á reikning félagsins.