Athugið: Til að bæta við staðsetningum (venues) þarftu að vera með stjórnendaréttindi (Club Admin).


Að búa til og halda utan um aðstöðu félagsins – svo sem íþróttasal, fundarherbergi, sundlaug eða aðra aðstöðu – hjálpar til við að einfalda skipulagningu viðburða og þjónustu. Með því að vista staðsetningarnar í kerfinu geturðu auðveldlega valið þær þegar viðburðir og æfingar eru skipulagðir. Þetta sparar tíma og bætir upplifun félagsmanna þar sem það er skýrt hvar viðburðir fara fram og allir vita hvar þeir eiga að mæta.


Til að bæta við staðsetningu (venue):

  1. Farðu í Director HQ og veldu Svæði (Resources) í vinstri valmynd.
  2. Smelltu á „Bæta við“ og veldu „Bæta við Svæði (Add Venue)“ í fellivalmyndinni.

Fylltu út upplýsingar fyrir aðstöðuna:

  • Heiti: Nafnið sem birtist í kerfinu.
  • Merkimiði (Label): Nafnið sem birtist í dagatalinu – hafðu það stutt ef þú ert með margar aðstöður.
  • Takmarkað (Restricted): Hakaðu við ef aðeins stjórnendur mega bóka aðstöðuna. Allir geta samt séð hvenær hún er bókuð.
  • Lýsing: Stutt lýsing á aðstöðunni (valkvætt).
  • Hámark (Capacity): Áætlaður fjöldi þátttakenda sem aðstaðan rúmar.
  • Tegund: Veldu tegund aðstöðunnar.
  • Staðsetning á Google korti: Settu inn staðsetningu til að auðvelda þjálfurum að finna staðinn. Byrjaðu að slá inn til að leita að staðsetningu.

Þegar þú ert búinn að fylla út skaltu smella á Stofna (Create) til að vista staðsetninguna.


Að breyta staðsetningu:

  1. Farðu í Svæði (Resources).
  2. Finndu staðsetninguna sem þú vilt breyta og smelltu á hringinn við hliðina á nafninu.
  3. Smelltu á Breyta (Edit) og veldu Breyta staðsetningu (Edit Venue) í fellivalmyndinni.


Breyttu þeim upplýsingum sem þú vilt – t.d. heiti eða öðrum atriðum.

Þegar þú ert búinn, smelltu á Uppfæra (Update) til að vista breytingarnar.