Abler geturðu breytt núverandi þjónustum, afritað þær til að búa til svipaðar útgáfur, eða sett þær í geymslu þegar þær eru ekki lengur í notkun.
Að breyta þjónustu
Til að breyta þjónustu sem hefur verið stofnuð þá er farið í þjónustuyfirlitið og í hringinn við hliðin á nafninu t.d. Sumarnámskeið 2 og valið breyta þjónustu.
Sjá mynd
Til þess að breyta valinu þá er smellt á Valmöguleikar og svo merkið sem er lengst til hægri í valinu.
Að klóna þjónustu
Til að spara tíma mælum við með að klóna þjónustu, t.d ef þið eruð að stofna æfingagjöld/námskeið fyrir marga flokka.
Í þessu dæmi smelli ég á hringinn við hliðina á ,,Æfingar'' og fer í stofna og vel þar klóna þjónustu.
Mikilvægt er að breyta öllum upplýsingum sem eiga við t.d nafni, flokki, lýsingu og fleira áður en þið stofnið þjónustuna.
Að setja þjónustu í safn
Farðu í þjónustyfirlitið og lengst til hægri undir staða getur þú sett þjónustu í safn. Ath þú getur alltaf nálgast allar upplýsingar um þjónustuna og sagan helst.