Með því að nota afsláttarprófíla í Abler er hægt að setja upp sjálfvirka systkinaafslætti. Við kaup á þjónustu sem tengd er við afsláttarprófíl, býr kerfið til afsláttarmiða (kúpona) sem virkjast sjálfkrafa við næstu kaup innan sömu fjölskyldu.

Hvernig virka systkinaafslættir?

  1. Kaup 1: Fyrsta barnið er skráð og forráðamaður greiðir fullt gjald.

  2. Kaup 2: Annað barn innan sömu fjölskyldu er skráð – afsláttarmiði virkjast sjálfkrafa og veitir t.d. 10% afslátt af heildarupphæð reiknings.


Afslátturinn byggir á því að börnin séu á sömu fjölskyldukenntölu skv. þjóðskrá (með sama lögheimili).


Skref 1: Stofna afsláttarprófíl

  1. Farið í Greiðslur > Afslættir > Afsláttarprófílar

  2. Smellt á Stofna > Bæta við afsláttarprófíl

  3. Fyllt út eftirfarandi:

Grunnstillingar

  • Nafn: T.d. "Systkinaafsláttur"

  • Lýsing: Innri lýsing (ekki sýnileg notanda)

  • Tegund: Velja "Systkina"

  • Upphæð: % afsláttur (t.d. 10%)

Takmarkanir

  • Engin: Afsláttur gildir á allar þjónustur

  • Innan deildar: Afsláttur gildir aðeins innan sömu deildar

  • Fjöldeilda: Afsláttur gildir í öðrum deildum

  • Fjölnámskeiða: Afsláttur gildir í öðrum þjónustum en þeim sem var keypt fyrst


Reiknireglur

  • Ef "Combine Amounts" er ekki hakað: afsláttur reiknast eingöngu af seinni kaupum

  • Ef "Combine Amounts" er hakað: afsláttur reiknast sem vegið meðaltal úr síðustu tveimur kaupum

    Dæmi:


    T.d. Ef afsláttur er 10%, og reikningur 1 upphæð er 50.000, reikningur 2 upphæð er 10.000 og reikningur 3 upphæð 30.000, verður afslátturinn reiknaður eftirfarandi: 

    Kaup1 = 0

    Kaup2 = (50.000 + 10.000) / 2 * 10% = 3.000

    Kaup3 = (10.000 + 30.000) / 2 * 10% = 2.000


ATH: Það skiptir ekki máli hvor kaupin eru framkvæmd á undan við kaup2. Afsláttur er sá sami því það er reiknað vegið meðaltal af báðum kaupum. Við kaup 3 er síðan afsláttur reiknaður af reikning 2 og reikning 3 og því getur verið munur á afslætti eftir því hvort var greitt á undan. Greiðandi fær því meiri afslátt með því að greiða hærri upphæðina seinna, þ.e.a.s þetta á við ef hann kaupir 3 þjónustur sem falla undir afslættina. Ef hann kaupir aðeins 2 þjónustur þá skiptir það ekki máli.


Tímasetningar

  • Upphaf útgáfu kúpona: Hvenær afslættir taka gildi

  • Lok útgáfu kúpona: Hvenær afslættir hætta að myndast

  • Líftími kúpona: Hve lengi er hægt að nota kúpon eftir útgáfu

  • Gildistími: Hvenær allir kúponar renna út

Skref 2: Tengja afsláttarprófíl við þjónustu

  1. Farið í þjónustu sem á að bjóða afslátt

  2. Veljið einn eða fleiri afsláttarprófíla á þjónustuna

  3. Vistað

Athugið: Afslátturinn virkjast ekki afturvirkt ef forráðamaður hefur þegar greitt áður en afsláttur var tengdur.

Sjá grein: Forskrá iðkanda með afslætti.

Dæmi:

  • Barn 1 skráist og greiðir fullt verð

  • Barn 2 skráist á öðru námskeiði og fær 10% afslátt


Ef "combine amounts" er virkt, getur afslátturinn breyst eftir því í hvaða röð þjónustur eru keyptar


Tengt efni:

  • Forskráning iðkanda með afslætti

  • Hengja afsláttarprófíl við þjónustu

  • Afsláttur milli deilda vs. innan deildar