Síðan Reikningasamantekt eftir deildum veitir yfirsýn yfir alla útgefna reikninga, greidda og ógreidda, eftir deildum á ákveðnu tímabili. Þetta er gagnlegt til að fylgjast með fjárhagslegri stöðu mismunandi deilda (t.d. Körfubolti, Fótbolti, Sumarnámskeið).
Af hverju þessi yfirlitssíða er gagnleg
Þessi yfirsýn hjálpar stjórnendum og fjármálastjórum að:
Fylgjast með stöðu allra útgefinna reikninga innan valins tímabils.
Sjá fljótt hversu mikið hefur verið greitt og hvað er enn ógreitt, eftir deildum.
Greina hvaða deildir eiga útistandandi greiðslur eða eru að standa sig vel í innheimtu.
Fá skýra sundurliðun á fjármálum eftir deild, þjónustu eða tegund reiknings.
Hvernig á að sía yfirlitið
Smelltu á Filters til að sérsníða yfirlitið. Þú getur síað eftir:
Deild (Division) – Skoðaðu reikninga eftir ákveðinni deild.
Þjónusta félags (Club Service) – Síaðu eftir tilteknum þjónustum innan deildar.
Flokkun (Group by) – Veldu hvernig niðurstöður eru flokkaðar (t.d. eftir deild).
Tegund (Type) – Síaðu eftir tegundum reikninga.
Sýna aðeins greiddar greiðslur – Hakaðu við til að birta eingöngu greiddar færslur í dálknum Greitt (undanskilur væntanlega eða útgefna greiðsluseðla).
Ef ekki er hakað við, verða væntanlegir / ógreiddir greiðsluseðlar einnig með í Greitt heildarupphæðinni.
Dálkurinn Ógreitt mun aðlaga sig að þessu vali.
Skýringar á dálkum í töflunni
Heildarupphæð (Amount)
“Samtals upphæð reikninga sem voru útgefnir á valda tímabilinu.”
Sýnir heildarupphæð reikninga óháð því hvort þeir séu greiddir eða ekki.
Greitt (Paid)
“Heildarupphæð greiddra reikninga á valda tímabilinu.”
Sýnir hvað hefur verið greitt á tímabilinu. Þetta getur verið greiðsla með korti, afsláttur o.fl.
Hægt er að smella á græna töluna til að sjá hvernig greiðslan var framkvæmd.
Ógreitt (Unpaid)
“Ógreitt = Upphæð - Greitt.”
Sýnir hvað er enn ógreitt og inniheldur:
Reikninga sem hafa ekki greiðslumáta skráðan
Korta í greiðsludreifingu (t.d. kortaskuldfærslur sem ekki er búið að skuldfæra en verður gert í framtíðinni)
Misheppnaðar skiptingar (Failed Split)
Sýnir kortafærslur/greiðsluseðla sem hefur ekki tekist að skuldfæra
Hlaða niður gögnum
Þú getur hlaðið niður reikningayfirlitinu sem Excel- eða PDF-skrá fyrir skýrslugerð eða frekari úrvinnslu.
Smelltu á Actions efst í hægra horni og veldu þá skráargerð sem hentar.