Í Abler getur þú breytt eindaga á útgefnum greiðsluseðli.
Athugið: Ekki er hægt að breyta eindaga á greiðsluseðli sem er kominn í vanskil.
Til að breyta eindaga:
Opnaðu reikninginn og finndu þá færslu sem á að breyta eindaganum á.
Smelltu á þrjá punktana hægra megin við færsluna.
Veldu „Breyta eindaga á kröfu“.
Veldu síðan nýjan eindaga sem á við.


Þegar þú smellir á „Uppfæra“, þá uppfærist eindaginn sjálfkrafa á greiðsluseðlinum í heimabanka viðkomandi.