Í Abler hafa stjórnendur öflugar leiðir til að eiga samskipti við meðlimi – beint í gegnum kerfið. Skilaboð eru eingöngu send innan Abler og birtast í Abler-appinu hjá notendum (meðlimum, forráðamönnum og/eða starfsfólki). Hvenær er best að nota skilaboð: Einkaskilaboð á foreldra eða iðkenda Eftirfylgni með skráningu á mót, keppnisferðir eða leiki Hópskilaboð á tiltekinn hóp innan flokksins Samskipti við ákveðinn hóp innan viðburðar eða leiks t.d. er varðar keppnisferð Samskipti við ákveðinn hóp innan viðburðar eða leiks t.d. er varðar keppnisferð Samskipti sem krefjast skjótra svara
Hægt er að senda skilaboð á:
- Marga flokka í einu
- Einn flokk
- Undirhóp innan flokks
- Skráða meðlimi/forráðamenn í ákveðnum valmöguleika í þjónustu
- Meðlim/þjálfara
- Fjölskyldu (meðlims og tengdra forráðamanna)
- Þjálfara
Athugið: Skilaboð eru ekki send með tölvupósti eða SMS – þau birtast eingöngu í Abler-appinu.
1. Senda skilaboð á marga flokka:
- Farðu í Hópar í vinstri valmynd.
- Hakaðu við þá hópa sem þú vilt senda á.
- Smelltu á hnappinn „Fleira“ (eða „Annað“) efst í hægra horninu.
- Veldu „Senda skilaboð“.
2. Senda skilaboð á einn flokk:
- Farðu í Hópar í vinstri valmynd.
- Smelltu á þann hóp sem þú vilt senda á.
- Smelltu á hnappinn „Fleira“ efst í hægra horninu.
- Veldu „Senda skilaboð“.
3. Senda skilaboð á undirhóp innan flokks:
- Farðu í Hópar í vinstri valmynd.
- Opnaðu viðeigandi hóp og veldu viðkomandi undirhóp.
- Smelltu á „Fleira“ og veldu „Senda skilaboð“.
4. Senda skilaboð á skráða meðlimi/forráðamenn í ákveðnum valmöguleika í þjónustu
- Farðu í Þjónustuyfirlit í vinstri valmynd.
- Veldu þá þjónustu sem á við.
- Smelltu á þrjá punktana (•••) hægra megin við valmöguleikann.
- Veldu „Senda skilaboð“.
5. Senda skilaboð á einstakling/þjálfara eða fjölskyldu:
- Notaðu leitargluggann efst á síðunni til að leita að nafni meðlims eða þjálfara.
- Smelltu á þrjá punktana (•••) við hliðina á nafninu.
- Veldu annað hvort:
- „Senda skilaboð“ til að senda á viðkomandi einstakling
- „Senda skilaboð á fjölskyldu“ til að senda á viðkomandi og tengda forráðamenn
6. Senda skilaboð á hóp þjálfara:
- Farðu í flipann Starfsfólk í vinstri valmynd.
- Smelltu á þrjá punktana (•••) fyrir ofan listann.
- Veldu „Senda skilaboð“.
Þessi virkni gerir þér kleift að eiga markviss og skjót samskipti við rétta aðila í gegnum Abler-appið.