Nokkur ráð til að nota Abler á sem bestan hátt

Hér að neðan eru nokkur gagnleg ráð til að hjálpa þér að nýta Abler appið og allar þess aðgerðir:

  • Merkja mætingu – Auðvelt er að fylgjast með þátttöku og staðfesta mætingu á viðburði eða tíma.
  • Senda skilaboð – Hafðu beint samband við þjálfara eða aðra forráðamenn í gegnum spjallið í appinu.
  • Bóka tíma – Finndu og bókaðu tíma með örfáum smellum.
  • Finna ógreidda reikninga – Skoðaðu ógreidda reikninga og fylgstu með greiðslustöðu þinni.
  • Kaupa þjónustu – Kauptu áskriftir, tíma eða aðrar vörur beint í gegnum appið.
  • Bæta forráðamanni við aðgang barns – Veittu fjölskyldumeðlimum aðgang að mikilvægum upplýsingum.
  • Uppfæra kortaupplýsingar – Breyttu eða uppfærðu greiðslukortið þitt fyrir greiðslur.
  • Segja upp endurnýjanlegri áskrift – Stöðvaðu áskrift í gegnum appið. 

Merkja mætingu

  1. Smelltu á Svara eða mæti á heimaskjánum þínum.
  2. Veldu hvort þú eða barnið þitt mætir eða mætir ekki.
  3. Þú getur gefið ástæðu fyrir því að þú mætir ekki með því að velja veikur, frí o.fl. (Valfrjálst)




Senda skilaboð

  1. Smelltu á Spjall í appinu.
  2. Smelltu á nýtt spjall táknið neðst á skjánum.
  3. Skrifaðu skilaboðin þín og leitaðu af þeim sem þú vilt senda uppí leitarbarnum og smelltu á senda táknið.


Bóka tíma

  1. Smelltu á Bóka tíma á heimaskjánum – Athugið: Þú þarft að hafa virka áskrift til að þessi hnappur birtist.
  2. Finndu tímann sem þú vilt sækja og smelltu á Bóka.


Finna ógreiddan reikning

  1. Smelltu á Aðgangur á heimaskjánum þínum.
  2. Smelltu á Reikningar í aðgangsstillingum þínum.
  3. Veldu reikninginn sem þú vilt greiða og farðu í greiðsluferlið.


Kaupa þjónustu

  1. Smelltu á prófíl í appinu.
  2. Því næst smelliru á markaðstorg.
  3. Veldu þá þjónustu sem þú vilt kaupa eða skrá þig í.
  4. Veldu þá sem á að skrá í þjónustuna.
  5. Smelltu á Skrá til að fara í greiðsluferlið.


Bæta forráðamanni við aðgang barns

  1. Farðu í prófíl og smelltu á Skoða prófíl.
  2. Skrollaðu neðst niður.
  3. Smelltu á Bæta við og tengdu forráðamann í gegnum netfang eða símanúmer.

Breyta kredit-/debetkortaupplýsingum

  1. Farðu í Markaðstorg undir prófíl
  2. Smelltu á prófílmyndina þína efst í hægra horninu og veldu Skráningar.
  3. Veldu Breyta korti til að uppfæra kortaupplýsingar – Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.


Segja upp áskrift

  1. Farðu í prófíl og Áskriftir.
  2. Veldu áskriftina sem þú vilt segja upp (Athugið: Ekki allar áskriftir er hægt að segja upp í gegnum appið).
  3. Smelltu á Segja upp áskrift og staðfestu uppsögnina í næsta skrefi – Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.