Flokkar eru notaðir til að flokka þátttakendur, sem gerir það auðveldara að halda utan um viðburði. 

Dæmi um algenga hópa eru „3.flokkur kvk“, „6 ára og eldri“ eða „Sumarbúðir“, og hægt er að skipta þeim enn frekar niður í undirhópa fyrir sérhæfðar æfingar eða viðburði.

Þegar þú býrð til þjónustu eða vöru til sölu (svo sem æfingagjöld, áskrift eða námskeið), er mikilvægt að tengja hana við réttan flokk. Þannig fara allir þátttakendur sjálfkrafa í viðeigandi hóp, sem gerir þér kleift að skipuleggja viðburði, fylgjast með mætingu og stjórna samskiptum á skilvirkan hátt.



Stofna flokk

1. Fyrst er smellt Flokkar undir deildinni í vinstri stikunni og svo Stofna flokk uppi hægra megin á skjánum


Nafn: Sláðu inn nafn hópsins.
Kyn: Veldu viðeigandi kyn fyrir hópinn.
Fæðingarár: Veldu það aldursbil sem á við um þátttakendur ( Valfrjálst)
Valfrjálst: Tilgreindu tímabil til að fylgjast með mætingu hópsins (ef við á).
Valfrjálst: Settu inn mynd fyrir flokkinn.


Tilgreindu ítarlegri stillingar:

  • Deild: Tengja flokkinn við svið innan deildar.
  • Sýnileiki meðlima: Þessi stilling stýrir því hvort meðlimir hópsins sjá hverjir eru í hópnum. Sjálfgefin stilling leyfir meðlimum að sjá hver aðrir eru, en með „falið“ stillingunni geta þeir ekki séð aðra meðlimi hópsins.
  • Mætingarsýnileiki: Stýrir hverjir sjá mætingu hópsins. Sjálfgefið sjá aðeins þjálfari og leikmaður mætinguna, en hægt er að breyta þessu þannig að annað hvort aðeins þjálfari eða allir í hópnum sjái hana.
  • Litur: Veldu lit sem táknar hópinn í kerfinu.
  • Virkja forráðamenn: Veldu þessa stillingu ef forráðamenn eiga að geta séð viðburði hópsins. Þetta er yfirleitt notað fyrir þátttakendur sem eru börn/ungmenni.



Breyta flokk


1. Fyrst er smellt á Flokkar undir deildinni sem er vinstra megin á skjánum



2. Næst er smellt á hringinn við flokksins og farið í breyta uppi hægra megin og valið breyta flokk.




3. Þá opnast form flokksins og hægt er að fylla út nýjar upplýsingar þar og velja uppfæra.



Eyða flokk


1. Fyrst er smellt á Flokkar undir deildinni sem er vinstra megin á skjánum




2. Næst er smellt á hringinn við flokksins og farið í breyta uppi hægra megin og valið Breyta flokk.




3. Þegar formið opnast er valið aðrar stillingar í vinstri stikunni. Til að eyða flokknum þá smellið þið á í safn og smellið á uppfæra.