Í Abler geturðu auðveldlega bætt við notendum og úthlutað þeim hlutverkum eins og stjórnanda eða þjálfara. Hvert hlutverk felur í sér ákveðin réttindi sem ákvarða hvaða aðgang og heimildir notandinn hefur innan félagsins. Hér að neðan finnur þú yfirlit yfir helstu hlutverk og leiðbeiningar um hvernig á að úthluta þeim
EFNISYFIRLIT
- Hlutverk stjórnanda
- Hlutverk þjálfara
- Bæta við stjórnanda (á félag)
- Bæta við stjórnanda (á deild)
Hlutverk stjórnanda
Þú getur sett stjórnanda annaðhvort á allt félagið eða aðeins á ákveðna deild/ir. Stjórnandi með aðgang að öllu félaginu hefur full réttindi, á meðan deildarstjórnandi hefur eingöngu aðgang að viðkomandi deild.
Það eru fjögur aðskilin stjórnendahlutverk í Abler:
Stjórnandi félags
Hefur aðgang að flestum stjórntækjum félagsins, en án greiðsluréttinda. Þetta hlutverk veitir aðgang að skipulagi, viðburðum, meðlimum o.fl., en ekki að fjármálum, greiðslum eða reikningum. Hentar vel fyrir yfirþjálfara eða annað starfsfólk sem þarf að stýra starfsemi félagsins án þess að sjá um greiðslur.
Greiðsluréttindi
Hlutverk sem veitir notanda heimild til að innheimta gjöld, t.d. fyrir ákveðin mót eða æfingar í gegnum Abler Pay. Oft notað fyrir þjálfara sem sjá um sérstaka viðburði með greiðslu. Ef það á að stofna þjálfara með greiðsluréttindi þarf að gera það undir viðeigandi deild en ekki á félaginu sjálfu.
Stjórnandi félags + Greiðsluréttindi
Veitir notanda full réttindi innan félagsins, bæði að því sem snýr að skipulagi og fjármálum. Getur innheimt gjöld, sinnt reikningagerð og bætt við öðru starfsfólki. Hentar þeim sem eru í yfirumsjón með félaginu. Einnig er hægt að hafa þessi réttindi á ákveðinni deild.
Bókari
Aðeins í boði ef bókhald hefur verið virkjað. Bókari hefur aðgang að flipanum „Bókhald“ í fjármálakerfinu og getur sinnt færslum, bókhaldslyklum og útflutningi gagna.
Móttaka
Takmarkað hlutverk ætlað t.d. móttökustarfsmönnum í líkamsræktarstöðvum. Veitir aðgang til að stofna áskriftir og aðstoða viðskiptavini innan tiltekinnar deildar.
Hlutverk þjálfara
Í Abler getur þjálfari haft eitt af þremur hlutverkum sem veita mismiklar heimildir innan hvers flokks:
Yfirþjálfari – Hefur aðgang að öllum tengdu flokknum og er merktur yfirþjálfari flokksins í appinu.
Þjálfari – Hefur svipaðan aðgang og yfirþjálfari nema getur ekki bætt við eða sýslað með aðra þjálfara flokksins.
Aðstoðarmaður – Hefur takmarkaðan aðgang. Getur aðeins tekið niður mætingu og sent skilaboð til annarra þjálfara. "Ef aðstoðarmaður hafði áður greiðsluréttindi til að stofna greiðsluviðburði, þarf að uppfæra hlutverkið í þjálfara til að halda þeim réttindum"
Bæta við stjórnenda á félag, deild og greiðsluréttindi á þjálfara.
1. Hvernig á að bæta stjórnanda við félag
Ýttu á félagið í vinstri stikunni og smelltu á Breyta félagi.
Í glugganum sem opnast, veldu Stjórnendur.
Skrifaðu inn netfang starfsmannsins.
Veldu viðeigandi réttindi eins og lýst er hér að ofan.
Smelltu á Stofna admin til að staðfesta.
Starfsmaðurinn þarf að skrá sig út og aftur inn til að breytingin taki gildi. Ef starfsmaðurinn er ekki með Abler aðgang þá fær hann boð á netfangið sitt um að stofna aðgang.
2. Hvernig á að bæta stjórnanda við deild
Farðu í viðkomandi deild, smelltu á þjónustuyfirlit og breyta svo Breyta deild.
Í glugganum sem opnast, veldu Stjórnendur.
Skrifaðu inn netfang starfsmannsins.
Veldu viðeigandi réttindi.
Smelltu á Stofna admin til að staðfesta.
Starfsmaðurinn þarf að skrá sig út og aftur inn til að breytingin taki gildi. Ef starfsmaðurinn er ekki með Abler aðgang þá fær hann boð á netfangið sitt um að stofna aðgang.
3. Hvernig á að bæta greiðsluréttindum við þjálfara
Farðu í viðkomandi deild, smelltu á þjónustuyfirlit og breyta svo Breyta deild rétt eins og í dæminu hér að ofan.
Í glugganum sem opnast, veldu Stjórnendur.
Skrifaðu inn netfang þjálfarans
Veldu "Greiðslur" sem réttindi.
Smelltu á Stofna admin til að staðfesta.
Þjálfarinn þarf að skrá sig út og aftur inn til að breytingin taki gildi.