Þarfnast athygli er virkni sem hjálpar félögum að fylgjast með misheppnuðum kortagreiðslum og sjá hvar hver greiðsla er stödd í endurheimtuferlinu.

Hér má sjá hvort greiðslur séu enn í sjálfvirkri innheimtu eða hvort áskriftir hafi stöðvast og krefjist frekari aðgerða.

Þú finnur þetta undir Fjármál - Þarfnast Athygli


Hvað felst í "Þarfnast athygli" ?

  • Yfirlit yfir misheppnaðar kortagreiðslur sem ekki tókst að innheimta. 
  • Sýnir stöðu endurinnheimtunar, hvort greiðsla verði reynd aftur sjálfvirkt
  • Sjá má hvenær kerfið reynir aftur við innheimtu 

Mismunandi stöður - Enduráætlað & Mistókst

Enduráætlað þýðir að kerfið er enn að reyna að innheimta greiðsluna sjálfvirkt.

  • Engin aðgerð er nauðsynleg
  • Greiðslan verður reynd aftur á næstu dagsetningu
  • Hægt er að fylgjast með næstu tilraun í Next retry


Mistókst þýðir að greiðslan hefur stöðvast.

  • Áskrift hefur verið stöðvuð
  • Greiðslan verður ekki reynd aftur sjálfvirkt
  • Félagið þarf að hafa samband við notanda til að ganga frá greiðslu eða uppfæra kortaupplýsingar

Af hverju er þetta mikilvægt? Þarfnast athugunar hjálpar notendum að:

  • Sjá strax hvaða áskriftir hafa stöðvast

  • Fylgjast með endurheimt kortagreiðslna á einum stað

  • Dregur úr töpuðum tekjum með markvissri eftirfylgni