Þú getur breytt, aflýst og eytt viðburðum í stjórnendaviðmótinu. ATH þjálfari getur gert slíkt hið sama í sínum flokki/um.
- Breyttu viðburði ef þú þarft að uppfæra upplýsingar eins og tíma, staðsetningu eða lýsingu – bæði fyrir staka viðburði og æfingaáætlun.
- Aflýstu viðburði ef honum þarf að fresta eða fella niður og þú vilt láta meðlimi og forráðamenn vita af ástæðunni.
- Eyddu viðburði ef þú vilt fjarlægja hann án þess að senda út tilkynningu – t.d. ef hann var óvart settur á frídegi.
Athugið: Þjálfarar geta framkvæmt þetta sjálfir fyrir þá hópa sem þeir eru skráðir með.
Hvernig á að breyta, aflýsa eða eyða viðburði
1. Breyta viðburði
- Farðu í Viðburðir í vinstri valmyndinni.
- Veldu hringinn við viðburðinn sem þú vilt breyta.
- Smelltu á Breyta efst í hægra horninu.
- Gerðu þær breytingar sem þarf (t.d. tíma, staðsetningu, lýsingu) og vistaðu.
2. Aflýsa viðburði
- Farðu í Viðburðir og veldu þann viðburð sem þú vilt aflýsa.
- Smelltu á Eyða og veldu Aflýsa viðburði.
- Skrifaðu inn ástæðu fyrir aflýsingu og smelltu á Staðfesta.
Þegar viðburði er aflýst fær allt viðkomandi fólk (leikmenn, forráðamenn, starfsfólk) tilkynningu í Abler-appinu með upplýsingum um aflýsinguna og ástæðuna sem þú slóst inn.
Svona birtist aflýsingin í appinu fyrir notendur.
3. Eyða viðburði
Ef þú vilt bara fjarlægja viðburð án þess að senda út tilkynningu:
- Farðu í Viðburðir og veldu viðburðinn.
- Smelltu á Eyða og veldu Eyða viðburði.
Viðburðurinn verður þá fjarlægður úr dagskránni án þess að þátttakendur fái tilkynningu.