Í sumum tilfellum tekst ekki að skuldfæra greiðslu af skráðu greiðslukorti. Algengustu ástæður eru að ekki er næg heimild á kortinu eða að kortið er útrunnið.
Hvernig bregst kerfið við?
Ef kortagreiðsla í greiðsludreifingu tekst ekki, gerir kerfið eftirfarandi:
Kerfið reynir sjálfkrafa að skuldfæra kortið allt að fjórum sinnum:
Á 7., 8., 9. og 12. degi mánaðarins.Ef skuldfærsla tekst ekki eftir þessar tilraunir:
Sjálfvirkur greiðsluseðill er stofnaður í heimabanka kortaeiganda.Ef greiðandi er yngri en 18 ára, þá er seðillinn sendur á forráðamann samkvæmt fjölskyldunúmeri.
Fyrir næstu gjalddaga heldur kerfið áfram að reyna skuldfærslu af kortinu áður en aðrar aðgerðir eru framkvæmdar. Kaupandi getur uppfært kortaupplýsingar í Abler. Sjá skipta um greiðslukort