Þú getur horft á myndband neðst á síðunni sem sýnir hvernig á að skrá iðkanda í þjónustu.
Sem stjórnandi getur þá skráð iðkendur í þjónustu. Þú getur leitað að iðkendum í kerfinu eða stofnað nýja. Hægt er að velja hversu oft áskriftin á að endurnýjast og hvort veita eigi iðkanda afslátt. Þegar iðkandi hefur verið skráður í þjónustuna, stofnast sjálfkrafa reikningur í kerfinu sem viðkomandi meðlimur eða forráðamenn geta nálgast í Abler Appinu eða á https://www.abler.io/shop/
Til að skrá iðkanda í þjónustu:
- Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni í Stjórnenda HQ.
- Veldu námskeiðið sem iðkandinn vill skrá sig í.
- Veldu flipann Áskriftir og finndu viðkomandi iðkanda í listanum. Ef um nýjan iðkandi er að ræða, smelltu á punktana þrjá efst í iðkendalistanum, veldu Bæta við meðlim og fylltu út nauðsynlegar upplýsingar. Fyrir nánari upplýsingar um hvernig á að bæta við iðkendum, sjá Bæta við/fjarlægja iðkanda úr flokk.
ATH. Vertu viss um að skrá iðkandann sjálfan en ekki forsjáraðila/greiðanda.
- Dragðu iðkandann yfir í viðeigandi þjónustuvalkost hægra megin á skjánum.
- Gluggi opnast. Ef iðkandinn á rétt á afslætti getur þú tilgreint hann hér áður en þú heldur áfram. Þú verður að setja inn útskýringu á afslættinum í athugasemdarreitinn. Útskýringin verður vistuð með áskriftinni og er ekki sýnileg kaupanda.
ATH. Ef viðkomandi á ekki að greiða er best að setja inn 100% afslátt eða setja verðið í 0 kr undir Alls.
- Þegar skráningu er lokið verður reikningur búinn til á Abler aðgangi iðkandans tilbúinn til greiðslu af iðkanda eða forsjáraðila. Fyrir nánari upplýsingar um hvernig á að greiða fyrir skráðan iðkanda, sjá Greiða reikning í Abler
Ef þú vilt stofna greiðsluseðil, sjá Stofna greiðsluseðil. Ef iðkandi hefur millifært eða greitt með reiðufé og þú vilt merkja við það í kerfinu, sjá Merkja iðkanda greiddan.
Myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig á að skrá iðkendur í þjónustu: