Bæta við iðkanda með kennitölu
Til að bæta við stökum leikmanni í stjórnendaviðmótinu er fyrsta skref að fara í rétta íþrótt og réttan flokk.
Í þessu dæmi er það píla og Meistaraflokkur
Næsta skref er að smella á Stofna -> Bæta við meðlim
Muna alltaf að stimpla inn kennitölu þegar iðkanda er bætt við.
Allar aðrar upplýsingar eru óþarfar.
Svo er smellt á bæta við meðlim og nú er iðkandinn kominn í Meistaraflokk Sportabler félagsins.
Bæta við iðkanda sem er ekki með kennitölu
- Kennitala: Sleppið að fylla út í þennan reit
- Nafn: Hérna er sett inn fullt nafn iðkanda
- Netfang: Hérna er bæði hægt að setja "bull" netfang ef viðkomandi iðkandi er ekki með netfang sjálfur en einnig er hægt að setja inn rétt netfang iðkanda.
- Farsími: Þarf ekki að setja inn en í lagi að gera það.
- Fæðingarár: Þarna er sett inn fæðingarár.
- Heimilisfang: Þarf ekki að fylla út en í lagi að gera það.
- Hópar: Iðkandinn fer sjálkrafa í ,,Allir" en hægt að bæta honum við fleiri undirhópa.
- Aðstandandi: Hérna er hægt að setja inn netfang forráðamanns. Í kjölfarið fær forráðamaður boð um að stofna aðgang að Sportabler. Ef iðkandi er með rétt netfang þá fær iðkandinn líka boð um að stofna aðgang.
Til að klára þetta þá er smellt á bæta við meðlim.
Fjarlægja leikmann úr flokk
Sama og hér að ofan. Finna réttan flokk og rétta íþrótt.
Svo er smellt á hringinn við hliðina á leikmanninum sem á að fjarlægja og smellt á eyða og fjarlægja meðlim úr flokk.