Þú getur sett upp greidda viðburði í Abler, eins og mótaskráningar, ferðalög eða skemmtilega viðburði með liðinu eins og pizzakvöld.
Áminningar
Push-tilkynningar eru sendar á þá sem hafa ekki brugðist við viðburðinum. Kerfið sendir sjálfkrafa tilkynningar:
Viku fyrir eindaga
Þremur dögum fyrir eindaga
Degi fyrir eindaga
Klukkutíma fyrir eindaga
Tilkynningarnar eru aðeins sendar til þeirra sem hafa ekki svarað – þeir sem hafa merkt við „mæti“ (og greitt) eða „mæti ekki“ fá ekki tilkynningar.
Ábending: Gakktu úr skugga um að réttur bankareikningur sé tengdur við viðeigandi flokk. Til að komast í viðtökureikninga smelliru á þjónustyfirlit og annað og velur viðtökureikningar. Þar sérðu hvaða flokkar eru tengdir hvaða bankareikningum og getur hengt og tekið af.
Að búa til greiðsluviðburð
Veldu Viðburðir í valmyndinni vinstra megin.
Í viðburðavalmyndinni, veldu stofna og svo stofna viðburð.
Byrjaðu á því að skrolla niður og velja greiðsla fyrir viðburð.
Nafn
Nafn viðburðarins. Í þessu tilviki: „Mótagjald“.
Dags og Loka dags
Upphaf og endir viðburðar. Þarna á að setja tímasetningu á hvenær viðburðurinn sjálfur er. ATH greiðslufrestur er neðar.
Mæting (mín áður)
Fjöldi mínútna sem leikmenn eiga að mæta fyrir upphaf viðburðar (hér: 5 mínútum áður).
Hópar
Hvaða hópar eru boðaðir í viðburðinn til að tryggja að réttir aðilar fái viðburðinn.
Staff
Starfsfólk sem tengist viðburðinum
Svæði
Svæði eða staðsetning sem tengist viðburðinum (t.d Laugardalshöllin)
Staðsetning
Nánari lýsing á staðsetningu (hér: Frjálsíþróttasvæði)
Staðsetning nánar
Rými fyrir nánari upplýsingar um staðsetningu ef þörf er á
Upplýsingar
Frekari upplýsingar um viðburðinn, t.d. hvað á að hafa með eða dagskrá
Viðhengi
Hægt að bæta við skjölum eða myndum sem viðhengi við viðburðinn.
Senda tilkynningu
Velur hverjir fá tilkynningar (hér: Á aðstandendur og leikmenn).
„Pinna efst í dagskrá“ heldur viðburðinum efst á lista.
„Gjald fyrir viðburð“ merkir að þetta sé greiddur viðburður.
Greiðslufrestur
Hvenær greiða þarf gjaldið
Tegund
Flokkur gjaldsins (hér: „Mótagjöld“).
Skýring
Skýring sem birtist á reikningi (hér einfaldlega: „Mótagjald“).
Reikn. viðtakanda
Hvaða reikningur á að fá greiðsluna.
Upphæð
Upphæð sem þarf að greiða (hér: 2000 kr).
Valmöguleikar undir upphæð
Bæta greiðslugjaldi við upphæð – t.d. ef greiðsluleið krefst aukagjalds (kortagjald o.fl.).
Slétta upphæð (námundun) – Námundar upphæðina að heilli tölu til einföldunar.
Þegar öllu er lokið, veldu Stofna viðburð. Greiddi viðburðurinn birtist efst í dagskrá hópsins. Eftir að greiðsla hefur átt sér stað færist viðburðurinn sjálfkrafa á réttan stað í dagskránni.