Þú getur búið til undirhópa innan flokksins til að flokka meðlimi í minni hópa og búa til viðburði sérstaklega fyrir þá.
Dæmi um undirhópa gætu verið:
- Byrjendur
- Lið A
- Markverðir
- Og fleiri
Tengja undirhópa við viðburði
Þegar þú stofnar viðburði geturðu tengt einn eða fleiri undirhópa ef nauðsynlegt er, svo réttir meðlimir fái boð um viðburðinn.
Mælt er með eftirfarandi uppsetningu
Við mælum með að þú hafir alltaf einn undirhóp sem kallast "Allir", þar sem leikmenn eru sjálfkrafa settir inn frá upphafi. Þetta auðveldar samskipti við allan hópinn, en þú getur samt búið til sérhæfðari undirhópa eftir þörfum.
Þessi aðgerð hjálpar þér að skipuleggja æfingar, leiki og samskipti á skilvirkan hátt innan liðsins þíns.
Í appi
1. Flokkurinn er valinn.
2. Smellt er á undirhópar, þrjá punktana uppi í hægra horninu og svo Bæta við undirflokki.
3. Skrifað er nafn á hópnum og valið þá sem eiga að vera í hópnum.
Breyta undirhóp
1. Smellt er á undirhópar og svo er hægt að draga hópinn til hliðar, smella síðan á aðgerðir. Það er einnig hægt að smella á hópinn og svo þrjá punktana uppi í hægra horninu þar.
2. Síðan er smellt á Breyta hóp.
Í tölvu
1. Velja stofna hóp (Undir Hópar - flipanum).
2. Valið er nafn og stuttnefni á hópinn og svo þá sem eiga vera í hópnum, iðkendur og þjálfara.
Ef þú þarft að færa iðkanda í hópinn eftir á þá er hægt að draga leikmann úr hóp A og í hóp B en getur einnig dregið til og frá leikmannadálknum á síðunni vinstra megin.
Mikilvægt er að láta ALLIR hópinn í friði þ.e ekki færa leikmenn úr þeim hóp því það er mikilvægt að hafa einn hóp með öllum meðlimum flokksins í.
1. Smellt er á Hópar.
2. Síðan er smellt á þrjá punktana við hliðina á hópnum og valið breyta hóp.