Þú getur stofnað viðburð fyrir ýmis tilefni, eins og bíókvöld, foreldrafund eða liðsfund. Ef viðburðurinn er með takmarkaðan fjölda sæta, geturðu stillt hámarksfjölda þátttakenda (t.d. 10 manns). Þetta hjálpar til við að stýra skráningu og tryggja góða upplifun fyrir alla.

Þú getur einnig "pinnað" viðburðinn efst á heimaskjánum í appinu til að gera hann aðgengilegri fyrir þátttakendur.
Sjá hér hvernig á að stofna greiðsluviðburð



Í appi:


1. Valið er flokkinn þar sem viðburðurinn á að birtast.

2. Þar er farið í dagskrána og smellt á þrjá punktana uppi í hægra horni. Smellt er síðan á Stofna viðburð.

3. Fyllt er út skjalið sem opnast og neðst er hægt að haka við ef þetta á að vera greiðsluviðburður.




Mikilvægt er að velja rétta hópinn/hópana til þess að þeir sem eiga að mæta fái boð á viðburðinn. Við mælum með því að þið hakið ekki í sjálfgefin mæting til þess að fá svar um hvort iðkendur komist á viðburðinn. 


Fjöldatakmörkun er í boði og það þýðir að þið getið sett hámarksfjölda sem má skrá sig á viðburðinn. 


Gott er að haka í Pinna efst í dagskrá fyrir viðburð til að fá svörin sem fyrst. En þá birtist viðburðinn efst í dagskránni þangað til honum er svarað.



Í tölvu:


1. Farið er í Viðburðir og smellt á örina.

2. Smellt á stofna viðburð.