Hægt er að stofna leik bæði í appinu og í tölvu, hvort sem um er að ræða æfingaleik, mótsleik eða annan skipulagðan leik. Þetta gerir þjálfurum kleift að halda utan um leiki á einfaldan hátt og tryggja að allir fái nauðsynlegar upplýsingar varðandi leikina. 

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig ferlið virkar.


Stofna leik í appinu

  1. Smelltu á flokkar og veldu flokkinn þar sem þú vilt stofna leik.
  2. Smelltu á Dagskrá og síðan á þrjá punktana efst í hægra horninu.
  3. Veldu Stofna leik.


Stofna leik í tölvu

  1. Farðu í Viðburðir og smelltu á örina.
  2. Veldu Stofna leik.

Í þessum möguleika er hægt að stofna stakan leik.


Velja hóp fyrir leik

  • Ef þið viljið stofna leik tímanlega en hafið ekki valið endanlegan hóp sem á að mæta í leikinn, mælum við með að sleppa því að velja hóp í fyrstu.
  • Þegar hópurinn er klár, er hægt að tengja réttan hóp við leikinn á viðburðarsíðunni. Þetta er einnig hægt að gera í appinu.
  • Sjá mynd að neðan fyrir nánari útskýringar.



Aðrir stillingarmöguleikar

  • Velja svæði: Hægt er að stilla leikinn sem heima eða úti leik.
  • Sjálfgefin mæting: Þegar um leik er að ræða er betra að sleppa því að haka í „Sjálfgefin mæting“, þannig að iðkendur og forráðamenn geti svarað hvort þeir komast í leikinn.


Með þessum skrefum er auðvelt að stofna og skipuleggja leiki í Abler!


Sjá hér hvernig á stofna marga leiki