Sem þjálfari hefurðu möguleika á að búa til færslur í Abler appinu og vafra undir færslur.
Hvað er færsla?
Færsla virkar svipað og Facebook-veggur, þar sem þú getur deilt efni með hópnum. Þetta gæti verið:
- Myndir frá leikjum, mótum eða æfingum
- Tilkynningar um komandi viðburði
- Fréttir og mikilvægar uppfærslur fyrir liðið
Færslur hjálpa til við að halda leikmönnum, forráðamönnum og starfsfólki upplýstum og virkum í starfi liðsins á einfaldan og skipulagðan hátt.
Í Abler appinu
1. Smellt er á færslur og svo pennann sem er í hægra horninu.
2. Þá er hægt að skrifa í texta í boxið sem á að birta, næst er valið viðeigandi flokk eða deild. Hægt er að pinna færsluna efst á vegginn ásamt því að velja hvort forráðamenn/iðkendur geti skrifað athugasemd við færsluna.
3. Ef smellt er á plúsinn fyrir neðan "Leyfa athugasemdir" þá getur þú bætt við myndum og viðhengi.
4. Þegar búið er að skrifa texta og velja mynd má smella á "pósta".
5. Skjáskot 5 sýnir hvernig færslan lítur út