Hægt er að stofna leik í appinu og í tölvu. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem sýna það ferli.


Í appi:


1. Velur flokkinn þar sem þú vilt stofna leik.

2. Þar er smellt á dagskrá og svo þrjá punktana uppi í hægra horninu. Þar er hægt að velja Stofna leik.
Í tölvu:


1. Farið er í viðburðir og smellt á örina.

2. Smellt á stofna leik.


Í þessum möguleika er hægt að stofna stakan leik.


Hópar: Ef þið viljið stofna leikinn tímanlega en þið vitið ekki nákvæmlega hópinn sem á að mæta í leikinn þá mælum við með að þið sleppið því að velja hóp. Svo þegar hópurinn er klár þá hengið þið réttan hóp á leikinn á viðburðarsíðunni. Sjá mynd að neðan.
Hægt er að velja svæði sem er annaðhvort heima eða úti.


Þegar um leik er að ræða er betra að sleppa því að haka í Sjálgefin mæting til að fá iðkendur/forráðamenn svara hvort þeir komist í leikinn.