Hægt er að stofna æfingu í appinu og tölvu, hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem sýna það ferli.
Í appi:
1. Smelltu á flokkar og veldu flokkinn þar sem þú vilt stofna æfingu.
2. Því næst er smellt á dagskrá og svo þrjá punktana uppi í hægra horninu og stofna æfingu.
Mikilvægt að velja réttan hóp/hópa sem eiga að fá boð á æfinguna og velja svæði þar sem æfingin fer fram.
Ef hakað er í sjálfgefin mæting gerið þið ráð fyrir að allir mæti. Foreldrar/iðkendur geta þó breytt úr mæti í mæti ekki. Ef ekki er hakað í sjálfgefin mæting þá þurfa foreldrar/iðkendur að svara hvort þeir mæti á æfinguna.
Senda tilkynningu: Þið getið valið um það hvort þið viljið senda tilkynningu á aðstandendur og/eða leikmenn um þessa tilteknu æfingu.
Í tölvu:
1. Til að stofna æfingu er smellt á viðburðir (örina) og á stofna æfingu.
2. Í þessum aðgerðamöguleika er boðið upp á að stofna staka æfingu.