Þjálfarar geta endurstillt mætingu á viðburðum í Abler-appinu. Þessi virkni er gagnleg þegar merkja á við hverjir eru mættir í raun og veru, óháð því hvað iðkendur eða forráðamenn höfðu skráð áður en viðburðurinn hófst.
Með því að endurstilla mætinguna fæst hreinn listi sem tryggir að mætingaskráning verði eins nákvæm og hugsast getur.
Hvað gerist þegar mæting er endurstillt?
- Svör hjá bæði iðkendum og forráðamönnum eru hreinsuð
- Breytingar þjálfara eru varðveittar, kerfið mun ekki breyta stöðu leikmanns ef annar þjálfari er búinn að merkja við mætingu.
- Iðkendur verða sjálfkrafa fjarverandi: Þegar búið er að endurstilla mætingu breytast reitir sem þjálfari hefur ekki átt við og verða gráir. Eftir að mæting hefur verið endurstillt þarf þjálfari að klára að merkja mætingu, annars fær iðkandinn sjálfvirkt stöðuna „Fjarverandi“ þegar viðburðinum er lokið.
Hvernig á að endurstilla mætingu?
1. Opnaðu Abler og smelltu á bláa mætingalistann á viðburðinum
2. Opnaðu aðgerðir viðburðarins með því að smella á aðgerðarhnappinn sem er með þremur punktum neðst á skjánum.
3. Smelltu á "Hreinsa mætingu" og staðfestu með því að velja "Já, endurstilla mætingu".
