Til að stofna þjónustu sem býður upp á frístundastyrk þarf fyrst að kynna sér reglur viðkomandi sveitarfélags. Skilyrðin eru mismunandi:

  • Í Reykjavík þarf þjónustan að vara í a.m.k. 8 vikur.

  • Í Kópavogi þarf þjónustan að vara í a.m.k. 10 vikur.


Það þýðir að dagsetningarnar "Áskrift hefst" og "Áskrift lýkur" verða að ná yfir þessi lágmarksviðmið.


ATH: Það þarf einnig að haka í "Eitt val" undir valmöguleikum svo hægt sé að hengja frístundastyrk á þjónustuna.

Þegar þjónusta hefur verið stofnuð með frístundastyrk er ekki hægt að breyta henni. Ef breytingar eru nauðsynlegar þarf að:

  • Setja þjónustuna á "Leynilegt" og velja hringinn og klóna þjónustu til að stofna nýja. Svo má eyða þjónustunni sem var sett á leynilegt. Sjá hér: Klóna þjónustu.


Stofna nýja þjónustu


Farðu í Þjónustuyfirlit.


Þar opnast yfirlit yfir allar þjónustur sem eru í boði eða hafa verið í boði. Með því að smella á síur getur þú valið hvaða námskeið þú vilt skoða. Í "Staða" lengst til hægri er hægt að sía eftir því:


Opið: Þjónustan er sýnileg í vefverslun.


Leynilegt: Þjónustan er falin í vefverslun. En hægt er að skrá meðlimi þannig þeir eða foreldrar þeirra fái ógreiddan reikning í Abler. Sjá hér: 


Í safn: Þjónustan er ekki lengur virk og ekki hægt að endurvirkja hana.


Skref 1: Smella á "Stofna" og velja "Stofna þjónustu"


Dæmi: Stofna námskeið


Nafn: Námskeið


Upplýsingar: Lýsing á námskeiðinu


Tegund: Velja t.d. námskeið eða félagsgjöld


Flokkur: Mikilvægt að velja réttan flokk svo iðkendur raðist í réttan hóp. Ef 


Tegund starfsemi: Ef ekkert á við, velja "Other". Í þessu dæmi: "Ungmennastarf"


Opið: Hakað við ef þjónustan á að birtast í vefverslun. 


Reikningur viðtakanda: Veldu réttan bankareikning (hægt að sjá undir Flokkar > Annað > Viðtökureikningar)


Skref 2: Fylling út valmöguleika


Eitt val: Hakað ef kaupandi á aðeins að geta valið einn valkost. Nauðsynlegt ef þjónustan á að taka við frístundastyrk.


Valmöguleikar (dæmi):


Nafn: Námskeið 1


Áskrift hefst: Upphaf þjónustunnar


Áskrift lýkur: Lok þjónustunnar (passa að ná yfir 8 eða 10 vikur ef frístundastyrkur á við en fer eftir reglum)


Skráning opnar/lokar: Hvenær opnar og lokar fyrir skráningu


Fjöldatakmörkun: Ef hámarksfjöldi er í boði


Biðlisti: Hægt að virkja ef námskeiðið fyllist


Verð: Heildarverð þjónustunnar


Hámark skiptanna: Greiðsludreifing í allt að 12 skipti


Staða: Opið = Sýnilegt í vefverslun


Undirhópur: Hópur sem iðkandi fer í eftir kaup (t.d. "ALLIR")


Þegar þjónusta hefur verið stofnuð getur þú notað klóna til að stofna svipaða þjónustu með öðrum tímabilum (t.d. haust/vor).




 


Haka við "Leyfa frístundastyrk" ef félagið býður upp á styrk.