Þú getur fellt niður reikning í greiðsludreifingu og annað hvort endurgreitt greiddar afborganir eða haldið þeim eftir. Þessar leiðbeiningar lýsa skrefunum fyrir báðar aðstæður.
Hvort sem þú endurgreiðir greiddar afborganir eða heldur þeim eftir, er mikilvægt að loka reikningum til að tryggja nákvæma bókhaldsfærslu og fjarlægja iðkandann úr flokknum til að koma í veg fyrir að hann fái frekari æfingaáætlanir eða tilkynningar.
INNIHALD GREINAR
- Finna reikninginn
- Endurgreiða og hætta við framtíðarafborganir
- Fella niður framtíðarafborganir en halda eftir greiddum
Finna reikninginn
Í báðum tilvikum eru fyrstu skrefin að finna reikninginn. Fylgdu þessum skrefum til að byrja:
- Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni. Finndu þjónustuna þar sem iðkandinn er skráður og smelltu á hana.
- Notaðu leitarstikuna til að finna iðkandann.
- Finndu áskriftina sem á að hætta við í þjónustulistanum hægra megin á skjánum.
- Smelltu á punktana þrjá og veldu Fjarlægja áskrift í fellivalmyndinni.
- Í glugganum sem birtist, veldu áskriftina sem á að fjarlægja og hakaðu í viðeigandi valkosti:
- Fjarlægja iðkanda úr flokki: Þegar hakað er í þetta verður iðkandi fjarlægður úr flokknum og mun ekki lengur sjá dagskrá, viðburði og annað sem tengist flokknum.
- Sýsla með reikning: Hakaðu í þetta til að fara í reikninginn þar sem þú getur endurgreitt að fullu eða hluta greiðslunnar, fellt niður greiðslu, eða veitt afslátt.
- Athugasemd stjórnanda: Sláðu inn skýringu fyrir aðgerðinni. Athugasemdin verður einungis sýnileg stjórnendum í kerfinu.
- Veldu Staðfesta og fara í reikning til að halda áfram.
- Í reikningsyfirlitinu sérð þú greiðslumáta og hvaða afborganir hafa þegar verið greiddar.
Haltu áfram héðan eftir því hvert markmiðið er:
Endurgreiða og hætta við framtíðarafborganir
- Til að endurgreiða færslu, smelltu á punktana þrjá við hliðina á greiddu afboruninni og veldu Endurgreiða.
- Í glugganum sem opnast, veldu Full endurgreiðsla og smelltu á Endurgreiða.
- Allar framtíðargreiðslukröfur stöðvast og reikningurinn fer í stöðuna Ógreitt. Til að ganga frá reikningnum, smelltu á punktana þrjá við hliðina á Ógreitt - skoða reikning og veldu Fella niður reikning.
Fella niður framtíðarafborganir en halda eftir greiddum
- Smelltu á punktana þrjá við hverja ógreidda afborgun og veldu Fella niður greiðslu. Gakktu úr skugga um að fella niður allar framtíðargreiðslukröfur, þannig að einungis þær greiðslur sem þú vilt halda verði eftir.
- Reikningurinn fer í stöðuna Ógreitt. Til að ganga frá reikningnum, smelltu á punktana þrjá við hliðina á Ógreitt - Skoða reikning og veldu Stofna greiðslu.
- Veldu Asláttur sem greiðslumáta og sláðu inn eftirstöðvar reikningsins svo lokaupphæðin verði 0.
- Reikningurinn verður merktur sem greiddur og búið að ganga rétt frá honum.
RELATED ARTICLES
- Endurgreiða kortagreiðslu
- Endurgreiða viðburði
- Endurgreiða greiðsluseðil
- Fjarlægja ógreidda áskrift
- Fella niður ógreidda reikninga
Leitarorð: endurgreiðslur, greiðsludreifing, reikningar,