Þú getur horft á myndband neðst á síðunni sem sýnir skref fyrir skref hvernig á að fjarlægja áskrift.


Ef iðkandi var ranglega skráður í áskrift eða tók ekki þátt í þjónustunni, getur þú fjarlægt áskriftina úr kerfinu. Þetta tryggir að iðkandinn sé ekki lengur tengdur þjónustunni. Einnig er hægt að fjarlægja iðkandann úr flokknum til að koma í veg fyrir að hann fái frekari uppfærslur eða tilkynningar tengdar flokknum.


Skref 1: Finna þjónustu og iðkanda

  1. Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni og finndu þjónustuna þar sem iðkandinn er skráður. Veldu þjónustuna.
  2. Notaðu leitarstikuna til að finna iðkandann.
  3. Finndu áskriftina sem þú vilt fjarlægja í þjónustulistanum hægra megin á skjánum. 
  4. Farðu í punktana þrjá og veldu Fjarlægja áskrift í fellivalmyndinni.


Skref 2: Velja valkosti fyrir afskráningu

Þegar þú velur Fjarlægja áskrift birtist gluggi með eftirfarandi valkostum:

  • Áskrift: Áskrift fyrir valið tímabil verður fjarlægð af iðkanda.
  • Fjarlægja iðkanda úr flokki: Þegar hakað er í þetta verður iðkandi fjarlægður úr flokknum og mun ekki lengur sjá dagskrá, viðburði og annað sem tengist flokknum.
  • Fella niður reikning (í safn): Reikningur verður felldur niður og settur í safn.
  • Athugasemd stjórnanda: Sláðu inn skýringu fyrir aðgerðinni. Athugasemdin verður einungis sýnileg stjórnendum í kerfinu.

Smelltu á Staðfesta. Ef hakað var í alla valkosti, tengist iðkandinn ekki lengur flokknum.


Sjá myndband:



TENGDAR GREINAR


Leitarorð: fjarlægja áskrift, reikningar