Nú er hægt er að endurgreiða hluta af upphæð. Til þess að gera það þarf að finna reikning viðkomandi sem á að fá hluta af upphæð endurgreidda.
1. Fyrst þarf að fara í þjónustuna sem viðkomandi er í og finna hann hægra megin þar. Þá er smellt á ,,Fjarlægja áskrift''
2. Eftir það þá kemur svona gluggi upp og þá er valið áskriftina sem á að fjarlægja og hakað í ,,Sýsla með reikning''. Þegar það er komið þá er smellt á ,,staðfesta og fara í reikning''
4. Mikilvægt er að skoða hvort það var greitt með korti. Ef svo er þá er smellt á þrjá punktana í færslulínuni við hliðina á greitt og valið endurgreiða færslu.
5. Næst er sett inn upphæðina í hluta endugreiðsla og valið endurgreiða.
5. Þegar þessu er lokið þá fer reikningurinn í ógreitt. Til að ganga frá reikningnum og merkja hann greiddan þá er smellt á þrjá punktana við hliðina á ógreitt - skoða kvittun og valið Stofna færslu.
7. Næst er valið Niðurfelling og sett inn upphæðina sem vantar upp á. Eftirstöðvar reiknings verður alltaf að vera 0 kr til að loka reikningnum.
8. Nú er reikningurinn greiddur og búið að ganga rétt frá reikningnum.