Þú getur breytt upphæðinni á ógreiddum reikningi, til dæmis vegna veitts afsláttar, inneignar eða ef hluti upphæðarinnar hefur verið millifærður.
Til að lækka upphæðina á ógreiddum reikningi:
- Notaðu leitarstikuna efst á skjánum til að leita að iðkandanum sem á að fá afslátt. Þú getur leitað eftir nafni, póstfangi, kennitölu, eða símanúmeri.
Ath. Leitaðu að iðkandanum sjálfum, ekki forsjáraðila.
- Smelltu á upphafstafina eða myndina við hliðina á nafni iðkandans í leitarniðurstöðunum.
- Prófíll iðkandans opnast. Veldu Reikningar hægra megin.
- Smelltu á reikningsnúmerið fyrir reikninginn sem á að lækka.
- Í reikningsyfirlitinu, smelltu á punktana þrjá hægra megin við skoða reikning og veldu Stofna greiðslu.
- Í glugganum sem opnast, veldu millifærsla, inneign, eða afsláttur sem greiðslumáta og sláðu inn annað hvort upphæð afsláttar eða prósentu af eftirstöðvum.
- Millifærsla: Kaupandinn er búinn að millifæra hluta af greiðslunni.
- Inneign: Kaupandinn á inneign hjá þér.
- Afsláttur: Kaupandinn fær afslátt. Þetta er líka notað þegar þá að lækka upphæð þó viðkomandi eigi ekki "afslátt" inni.
- Veldu Bæta við greiðslu. Reikningurinn lækkar um þá upphæð sem þú tilgreindir. Þú getur bent kaupandanum að fara í vefverslun félagsins (www.abler.com/shop/"nafnfelags") og í Ógreitt hnappinn fyrir miðri síðu til að klára að ganga frá greiðslu.
TENGDAR GREINAR
- Endurgreiða greiðsluseðil
- Endurgreiða hluta af upphæð (Greiðslukort)
- Bakfæra greiðslu sem er í greiðsludreifingu (Greiðslukort)
Leitarorð: reikningar, afsláttur, inneign, millifærslur