Fylgdu þessum skrefum til að endurgreiða kortagreiðslu úr greiðsludreifingu og stöðva framtíðargreiðslur. Að lokinni endurgreiðslu er mikilvægt að loka reikningum til að tryggja rétta færslu í bókhaldinu. Einnig ætti að fjarlægja iðkandann úr flokknum til að koma í veg fyrir að hann fái áfram æfingaplan eða aðrar uppfærslur tengdar flokknum.
Til að endurgreiða greiðslu í greiðsludreifingu:
- Notaðu leitarstikuna efst á skjánum til að finna iðkandann sem á að fá endurgreitt. Þú getur leitað eftir nafni, póstfangi, kennitölu, eða símanúmeri.
ATH. Leitaðu að iðkandanum sjálfum, ekki forsjáraðila.
Smelltu á upphafsstafina eða myndina við hliðina á nafni iðkandans í leitarniðurstöðunu.
- Veldu Reikningar hægra megin í notandaprófílnum.
- Smelltu á reikningsnúmer reikningsins sem á að endurgreiða.
- Í reikningsyfirlitinu sérð þú greiðslumáta og hvaða færslur hafa þegar verið greiddar.
- Til að endurgreiða færslu, smelltu á punktana þrjá við hliðina á greiddu færslunni og veldu Endurgreiða.
- Í glugganum sem opnast, veldu Full endurgreiðsla og smelltu á Endurgreiða.
- Allar framtíðargreiðslukröfur stöðvast og reikningurinn fer í stöðuna Ógreitt. Til að ganga frá reikningnum, smelltu á punktana þrjá við hliðina á Ógreitt - skoða reikning og veldu Fella niður reikning.
ATH. Mundu að fjarlægja iðkandann úr flokknum eftir að reikningnum hefur verið lokað til að koma í veg fyrir að hann fái áfram æfingaplan eða uppfærslur tengdar flokknum. Sjá Fjarlægja iðkanda úr flokki.
TENGDAR GREINAR
- Stöðva greiðsludreifingu en halda eftir greiðslu (greiðslukort)
- Endurgreiða staka kortagreiðslu
- Endurgreiða greiðsluseðil
- Lækka upphæð á reikningi
- Fjarlægja iðkanda úr flokk (meðlimir)
Leitarorð: greiðsludreifing, endurgreiðsla, reikningur