Þegar meðlimur hættir þátttöku í þjónustu eða skráning hefur verið framkvæmd fyrir mistök, gæti þurft að endurgreiða kortagreiðslu í Abler. Endurgreiðsluferlið tryggir að allar áskriftir og tengdar þjónustur séu stöðvaðar, á sama tíma og haldin er nákvæm skrá yfir færsluna.
Ef iðkandinn á ekki að halda áfram að fá æfingaplön og aðrar uppfærslur tengdar flokknum, getur þú einnig fjarlægt hann úr flokknum um leið og þú framkvæmir endurgreiðsluna.
Ath. Ef þjónustan er þegar hafin, veldu Enda áskrift. Ef þjónustan er ekki hafin, veldu Fjarlægja áskrift.
Til að endurgreiða staðgreidda greiðslu:
- Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni í Stjórnenda HQ.
- Veldu þjónustuna þar sem viðkomandi iðkandi er skráður og finndu hann hægra megin á skjánum.
- Smelltu á punktana þjrá fyrir iðkandann og veldu Enda áskrift. Ef þjónustan er ekki hafin, velur þú Fjarlægja áskrift.
- Í glugganum sem birtist, hakaðu í viðeigandi valkosti:
- Fjarlægja iðkanda úr flokki: Þegar hakað er í þetta verður iðkandi fjarlægður úr flokknum og mun ekki lengur sjá dagskrá, viðburði og annað sem tengist flokknum.
- Sýsla með reikning: Hakaðu í þetta til að fara í reikninginn þar sem þú getur endurgreitt að fullu eða hluta greiðslunnar, fellt niður greiðslu, eða veitt afslátt.
- Athugasemd stjórnanda: Sláðu inn skýringu fyrir aðgerðinni. Athugasemdin verður einungis sýnileg stjórnendum í kerfinu.
- Veldu Staðfesta og fara í reikning til að halda áfram.
- Í reikningnum undir Greiðslumáti skaltu staðfesta að greitt hafi verið með greiðslukorti. Athugaðu einnig upphæðina og hvernig kortafærslan var framkvæmd.
- Smelltu á punktana þrjá við hliðina á Greitt - skoða reikning og veldu svo Fella niður reikning.
- Í glugganum sem opnast, smelltu á Já, hætta við og endurgreiða. Greiðslan hefur nú verið bakfærð og reikningnum lokað. Korthafi mun fá greiðsluna endurgreidda innan tveggja daga.
TENGDAR GREINAR
- Endurgreiða hluta af greiddri kortafærslu
- Endurgreiða kortagreiðslu úr greiðsludreifingu
- Stöðva greiðsludreifingu en halda eftir greiðslu (Greiðslukort)
- Endurgreiða greiðsluseðil
- Lækka upphæð á ógreiddum reikningi
- Endurgreiða greiðsluviðburði
Leitarorð: bakfærslur, endurgreiðslur, greiðsluseðill, kortagreiðsla