Þarftu að endurgreiða staðgreidda upphæð með greiðslukorti? Svona gerir maður það:


ATH ef þjónustan er byrjuð þá er smellt á ENDA ÁSKRIFT en ef þjónustan er ekki byrjuð þá er smellt á fjarlægja áskrift.1. Fyrst þarf að fara í þjónustuna sem viðkomandi er í og finna hann hægra megin þar. Þá er smellt á ,,Enda áskrift'' 

(Ef þjónustan er ekki byrjuð þá er smellt á fjarlægja áskrift)
2. Eftir það þá kemur svona gluggi upp og þá á að vera hakað í allt og svo smella á ,,staðfesta og fara í reikning''
3. Nú opnast reikningurinn og mikilvægt er að skoða hvernig reikningurinn var greiddur. Ég sé undir greiðslumáta að þetta var greitt með korti. Ég sé einnig að æfingagjöldin kostuðu 20 kr og þau voru greidd með einni kortafærslu.
4. Nú er komið að því að endurgreiða. Ég sé að þetta var greitt með korti og einni færslu og því nægir fyrir mig að fara í þrjá punktana við hliðina á Greitt - Skoða kvittun og vel þar hætta við reikning.


 


5. Svo er smellt á já, hætta við og endurgreiða

 6. Þegar þessu er lokið er greiðslan bakfærð og búið er að ganga frá reikningnum.


Korthafi fær greiðsluna innan tveggja daga.