Þú getur endurgreitt iðkanda hluta áskriftargjaldsins, til dæmis þegar hann hefur greitt fyrir þjónustu sem hann nýtir ekki að fullu eða ef hann tekur ekki þátt í þjónustunni vegna sérstakra ástæðna.
Til að endurgreiða hluta af greiddri upphæð:
- Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni. Finndu þjónustuna þar sem iðkandinn er skráður og smelltu á hana.
- Notaðu leitarstikuna til að finna iðkandann.
- Finndu áskriftina sem á að hætta við í þjónustulistanum hægra megin á skjánum.
- Smelltu á punktana og veldu Fjarlægja áskrift í fellivalmyndinni.
- Í glugganum sem birtist, veldu áskriftina sem á að fjarlægja og hakaðu í viðeigandi valkosti:
- Fjarlægja iðkanda úr flokki: Þegar hakað er í þetta verður iðkandi fjarlægður úr flokknum og mun ekki lengur sjá dagskrá, viðburði og annað sem tengist flokknum.
- Sýsla með reikning: Hakaðu í þetta til að fara í reikninginn þar sem þú getur endurgreitt að fullu eða hluta greiðslunnar, fellt niður greiðslu, eða veitt afslátt.
- Athugasemd stjórnanda: Sláðu inn skýringu fyrir aðgerðinni. Athugasemdin verður einungis sýnileg stjórnendum í kerfinu.
- Veldu Staðfesta og fara í reikning til að halda áfram.
- Í reikningnum undir Greiðslumáti skaltu staðfesta að greitt hafi verið með greiðslukorti. Smelltu á punktana þrjá við hliðina á greiðslunni og veldu Endurgreiða.
- Í glugganum sem opnast, veldu Hluta endurgreiðsla og sláðu inn upphæðina sem á að endurgreiða. Smelltu á Endurgreiða.
- Reikningurinn fer í stöðuna Ógreitt. Til að ganga frá reikningnum og merkja hann greiddan, smelltu á punktana þrjá við hliðina á Ógreitt - skoða kvittun og veldu Stofna greiðslu.
- Veldu Niðurfelling sem greiðlsumáta og sláðu inn eftirstöðvar reikningsins svo lokaupphæðin verði 0.
- Reikningurinn verður merktur greiddur og búið að ganga rétt frá honum.
TENGDAR GREINAR
- Endurgreiða kortagreiðslu
- Endurgreiða kortagreiðslu úr greiðsludreifingu
- Endurgreiða viðburði
- Endurgreiða greiðsluseðil
- Lækka upphæð á ógreiddum reikningi
- Fjarlægja ógreidda áskrift
- Fella niður ógreidda reikninga
Leitarorð: endurgreiðslur, niðurfelling, reikningar