Þú sem forráðamaður getur boðið öðrum tengjast barninu þínu í Abler kerfinu. Hægt er að gera þetta bæði í appinu og í tölvu


Í appi
1. Byrjað er á því að smella á prófílinn þinn

2. Þar velur þú prófílinn hjá barninu þínu

3. Þá getur þú bætt við aðstandanda með því að smella á Bæta við hjá barninu

4. Setur inn netfangið hjá aðilanum sem þú vilt bæta við og smellir á senda boð, þá fær viðkomandi boð á netfangið sitt.





Í tölvu

1. Skráir þig inn á www.abler.io og smellir á Notandi efst í hægra horninu.

2. Nú smellir þú á iðkandann sem þú vilt bæta forráðamanni við.

3. Næst smellir þú á hnappinn við hliðina á Stofna aðstandanda.

4. Þá opnast þessi gluggi og þar fyllir þú inn netfang forráðamannsins og viðkomandi fær boð á netfangið sitt.





Tengdar greinar: 

Hvernig fær barnið mitt Abler aðgang?
Forskráðir iðkendur (Greiða æfingagjöld)

Leitarorð: Foreldri, forráðamaður, bæta við aðstandanda