Ertu búin/n að stofna ógreiddan reikning en þarft að lækka upphæðina?


1.Fyrsta skref er að fara í leitarstikuna efst uppi. Hægt er að stimpla inn nafn, netfang eða kennitölu iðkanda sem á að fá endurgreitt. ATH leitið af iðkandanum ekki forráðamanni. 


Næst smellið þið á upphafstafina eða myndina við hliðina á nafni iðkandans.
2.  Í kjölfarið opnast þessi sýn og þar er smellt á reikningar.
3. Næst leitið þið eftir reikningnum sem þarf að lækka upphæðina og smellið á kvittunarnúmerið til að komast í reikninginn. 

4. Næst er smellt á stofna færslu. En það er gert með því að fara í þrjá punktana við hliðina á ógreitt - skoða kvittun.
5. Því næst getið þið valið í flokkar færslu: millifærsla, afsláttur eða kredit.


 Millifærsla - Þýðir að viðkomandi er búinn að millifæra hluta af greiðslunni.

 Kredit - Þýðir að kaupandinn á inneign hjá þér.

 Afsláttur - Þýðir að kaupandinn fær afslátt. Þetta er líka notað þegar þá að lækka upphæð þó viðkomandi eigi ekki "afslátt" inni.


6. Í þessu dæmi vel ég afsláttur og ætla að lækka upphæðina um 2.500 kr. 
7. Þegar ég er búinn að smella á bæta við færslu þá lækkar reikningur úr 5.000 kr í 2.500 kr. Í kjölfarið bendið þið kaupandanum að fara inn á ykkar vefverslun (www.sportabler.com/shop/"nafnfelags") og í ógreitt hnappinn fyrir miðri síðu til að klára að ganga frá greiðslu.