Til að tryggja að staða ógreiddra reikninga sé rétt í kerfinu er mikilvægt að fara reglulega yfir ógreidda reikninga fyrir félagið. Fylgdu skrefunum hér að neðan til að yfirfara og fella niður ógreidda reikninga sem ekki verða greiddir, hvort sem það er vegna mistaka eða af einhverjum öðrum ástæðum.


Skoða yfirlit yfir ógreidda reikninga

Í Fjárlmálasýninni sérðu yfirlit yfir alla reikninga sem stofnaðir hafa verið fyrir félagið. Þú getur síað listann þannig að hann sýni einungis ógreidda reikninga.


Til að skoða ógreidda reikninga:

  1. Veldu Fjármál í valmyndinni til vinstri og opnaðu flipann Reikningar.
  2. Veldu tímabilið sem þú vilt skoða í Frá og Til reitunum, til dæmis frá 1. janúar til 31. desember viðkomandi árs.
  3. Smelltu á Síur og veldu Ógreitt í reitnum Staða í síuglugganum sem opnast til hægri. Smelltu svo á Leita og lokaðu síuglugganum. 
  4. Nú sérðu lista yfir ógreidda reikninga og reikninga sem eru greiddir að hluta.

ATH. Í flestum tilvikum þar sem reikningar hafa verið greiddir að hluta er um endurgreiðslu eða niðurfellingu að ræða. Þessum reikningum þarf að loka handvirkt.


Fella niður ógreidda reikninga

Engin greiðsla skráð (greidd upphæð 0)

  1. Fella niður stakan reikning
    • Veldu viðeigandi reikningsnúmer í listanum. 
    • Farðu í punktana þrjá til hægri við Skoða reikning og veldu Fella niður reikning.
  2. Fella niður marga reikninga í einu:
    • Veldu þá notendur sem þú vilt fella niður reikning fyrir.
    • Veldu Breyta uppi í hægra horninu og svo Fella niður reikning.

Greiddir að hluta

  1. Veldu viðeigandi reikningsnúmer í listanum.
  2. Farðu í punktana þrjá til hægri við Skoða reikning og veldu Stofna greiðslu.
  3. Veldu Niðurfelling í reitnum Greiðslumáti.
  4. Veldu eða leitaðu að greiðanda reikningsins í Greiðandi og skrifaðu útskýringu í Upplýsingar
  5. Sláðu inn útistandandi upphæð í reitinn Upphæð þannig að eftirstöðvar reikningsins verði 0.
  6. Veldu Bæta við greiðslu.


TENGDAR GREINAR