Ekki er hægt að endurgreiða greiðsluseðil sem var greiddur í Abler. Þú getur millifært upphæðina til kaupanda í gegnum þinn heimabanka. Eftir það er mikilvægt að merkja greiðsluseðilinn sem endurgreiddan í kerfinu til að bókhald og skráningar séu réttar. Fylgdu þessum skrefum til að ljúka ferlinu:

1. Fjarlægðu iðkandann úr viðkomandi þjónustu

  1. Veldu Þjónustuyfirlit í vinstri valmyndinni í Stjórnenda HQ.
  2. Veldu þjónustuna þar sem viðkomandi iðkandi er skráður og finndu hann hægra megin á skjánum.
  3. Smelltu á punktana þjrá fyrir iðkandann og veldu Enda áskrift. Ef þjónustan er ekki hafin, velur þú Fjarlægja áskrift.


  4. Í glugganum sem birtist, hakaðu í viðeigandi valkosti:


    • Fjarlægja iðkanda úr flokki: Þegar hakað er í þetta verður iðkandi fjarlægður úr flokknum og mun ekki lengur sjá dagskrá, viðburði og annað sem tengist flokknum.
    • Sýsla með reikning: Hakaðu í þetta til að fara í reikninginn þar sem þú getur endurgreitt að fullu eða hluta greiðslunnar, fellt niður greiðslu, eða veitt afslátt.
    • Athugasemd stjórnanda: Sláðu inn skýringu fyrir aðgerðinni. Athugasemdin verður einungis sýnileg stjórnendum í kerfinu.

  5. Veldu Staðfesta og fara í reikning til að halda áfram.


2. Merkja greiðsluseðilinn sem endurgreiddan

  1. Í reikningum, smelltu á punktana þrjá við greiðsluna og veldu Fella niður greiðslu.
  2. Í glugganum sem birtist, hafðu hakað við Fella niður reikning. Veldu Ok til að staðfesta.
  3. Annar staðfestinargluggi opnast. Hakaðu við Merkja greiðslu sem endurgreidd. Smelltu á Ok til að klára ferlið.

Reikningurinn verður nú merktur sem bakfærður. Ef þörf krefur, getur þú breytt stöðu reikningsins aftur í Greitt með því að smella á punktana þrjá og velja réttan valmöguleika.


Gagnlegar ábendingar
Millifærslan sjálf þarf að gerast í gegnum heimabanka utan kerfisins.
Vertu viss um að skrá allar breytingar í kerfinu til að tryggja samræmi í bókhaldi.



TENGDAR GREINAR


Leitarorð: greiðsluseðill, endurgreiða