Sjá video neðst
Við kynnum til sögunnar fyrsta skref í beintengingu við leikjagrunn KSÍ og þökkum þeim fyrir góða byrjun á farsælu samstarfi.
Nú er búið að tengja ykkar flokka við KSÍ sem gerir ykkur kleift að leita að öllum leikjum flokksins sem eru á vefsíðu KSÍ og hlaða þeim beint inn í Sportabler.
Í tengslum við þessa uppfærslu var gerð sú grunnbreyting í kerfinu að nú er ekki nauðsynlegt að setja hóp á leik þegar hann er stofnaður enda oft á tíðum ekki vitað hvernig hópurinn verður skipaður í leik sem er ekki spilaður á næstu dögum.
Það er því hægt að hlaða leikjadagskránni hjá ykkar flokk inn í kerfið langt fram í tímann og leikmenn, aðstandendur og þjálfarar geta alltaf séð dagskrá flokksins með því að fara í ‘Viðburðir’ flipann en leikirnir koma ekki inn á ‘Mín dagskrá’ fyrr en búið er að setja hóp á leikinn. Það gerir þjálfari á viðburðasíðunni á vefnum.
Þegar þjálfari velur hóp á leik, t.d. “B-lið” þá kemur upp valmynd þar sem hægt er að senda öllum í þeim hóp tilkynningu um að þeir hafi verið settir á leik.
Það kemur tengill á keppnina inn í viðburðinn og úrslitin uppfærast þegar það er búið að skrá þau hjá KSÍ.
Kerfið okkar fylgist síðan með breytingum í leikjagrunni KSÍ og ef það breytist leikur í framtíðinni sem er búið að setja inn í Sportabler þá uppfærist hann sjálfkrafa í takt við KSÍ, t.d. leikstaður og leiktími. Þeir sem eru skráðir ‘Yfirþjálfarar’ í flokknum fá þá tilkynningu í gegnum appið með nánari upplýsingum um breytinguna.
Við vonum að þessi breyting muni verða ykkur til gagns í ykkar starfi og minnum á það að við erum alltaf tengdir í þjónustuverinu ef einhverjar spurningar vakna.