Ef þú vilt fá yfirlit yfir þátttakendur sem eru skráðir í þjónustu/flokk og sækja upplýsingar eins og netföng þátttakenda eða forráðamanna, þá geturðu flutt gögnin út sem Excel-skrá beint úr Abler.



Aðferð 1 – Taka netfangalista út úr þjónustuyfirlit

  1. Farðu í Þjónustuyfirlit í vinstri valmynd.

  2. Finndu þá þjónustu/r sem þú vilt

  3. Hakaðu í hringinn vinstra megin við þjónustuna (þú getur valið eina eða fleiri).

  4. Smelltu á hnappinn „Annað“ efst til hægri.

  5. Veldu „Hlaða niður í Excel“.


Í Excel-skránni færðu meðal annars:

  • Nöfn þátttakenda

  • Netföng forráðamanna og/eða þátttakenda (fer eftir aldri og stillingum)

  • Kennitölur, aldur, síma og fleira


Aðferð 2 – Taka netfangalista úr flokkum

  1. Farðu í Flokkar í valmyndinni.

  2. Veldu þann flokk/a sem þú vilt vinna með.

  3. Hakaðu í hringinn við viðeigandi flokk eða flokka

  4. Smelltu á „Annað“ og veldu „Flytja út í Excel“.


Þetta er sérstaklega hentugt ef þú vilt sækja þátttakendalista/forráðamannalista fyrir ákveðna flokka


Aðferð 3 – Heildarlisti yfir alla þátttakendur félagsins frá upphafi

Ef þú vilt fá heildaryfirlit yfir alla þátttakendur sem hafa skráð sig í gegnum Abler frá því félagið byrjaði að nota Abler, geturðu sótt slíkan lista á eftirfarandi hátt:

  1. Smelltu á nafn félagsins efst í vinstri valmynd (efst fyrir ofan „Fjármál“ og „Flokkar“).

  2. Smelltu á „Annað“ efst hægra megin á síðunni.

  3. Veldu „Flytja út í Excel“.



Gott að vita

  • Þú getur valið fleiri en eina þjónustu eða flokk í einu til að taka út einn heildar lista.

  • Ef þú ert að leita að virkum þátttakendum er best að taka út úr þjónustyfirlitinu