Sem stjórnandi hefurðu nú möguleika á að fylgjast með og hafa yfirsýn yfir mætingu þjálfara hjá öllu félaginu. Þessi virkni gerir þér kleift að búa til ítarlegar skýrslur sem sýna hvaða þjálfarar mættu á hvaða viðburðu. Þetta hjálpar við að fylgjast með þátttöku, tryggja mönnun og styðja við launaútreikninga.

Innan hvers flokks hefur aðalþjálfari(e.Head coach) heimild til að skrá mætingu hjá öðrum þjálfurum. Þetta gerir það einfalt að halda utan um hvaða þjálfarar var viðstaddir hvern viðburð.

Öll mætingargögn eru aðgengileg í skýrslum og hægt að sækja þau út til að fá skýra yfirsýn yfir mætingu þjálfara yfir ákveðið tímabil.

Hvernig virkar þjálfaramæting?

Í Abler hafa aðalþjálfarar (e. Head Coach) sérheimildir innan sinna flokka sem gera þeim kleift að halda utan um mætingu annara þjálfara á viðburðum. Þeir geta:

  • Skráð aðra þjálfara sem mætta eða fjarverandi
  • Bætt við þjálfara á viðburð sem mætti en var ekki áður skráður, og merkt hann sem mættan
  • Fjarlægt þjálfara af viðburði sem ekki mætti eða átti ekki að vera skráður, jafnvel þótt hann hafi verið skráður fyrirfram



Þetta veitir aðalþjálfurum stjórn á því að mæting sé rétt skráð fyrir hverja æfingu eða viðburð.


Dæmi:


Ef þjálfari var skráður á æfingu en mætti ekki, getur aðalþjálfarinn merkt hann sem fjarverandi. Ef annar þjálfari kom í hans stað og tók þátt í æfingunni, þá er hægt að bæta honum við og merkja hann sem mættan.


Allar uppfærslur sem aðalþjálfari framkvæmir eru vistaðar á viðburðinum og birtast í kerfinu.

Stjórnendur geta einnig handvirkt skráð mætingu þjálfara í viðburði í stjórnendaviðmótinu ef þörf er á. Það er gert í gegnum viðburðarsíðuna og það er hægt að skrá mætingu á liðna viðburði og þá sem eru framundan.

Hvað þarf að gera til að virkja þetta hjá mínu félagi?

  1. Yfirfara þjálfara í öllum flokkum:

    Byrjið á því að fara yfir alla flokka innan félagsins og tryggja að réttu aðilarnir séu skráðir sem aðalþjálfarar(e. Head Coach).

    ATH: Það er í lagi að fleiri en einn aðili sé skráður sem aðalþjálfari í sama flokki.

  2. Samræma verklag innanhúss:

    Ræðið þetta innan félagsins og komist að samkomulagi um að þetta verði hluti af daglegu verklagi – þ.e. að aðalþjálfarar beri ábyrgð á því að skrá mætingu hjá aðstoðarþjálfurum á alla viðburði (æfingar, leiki o.fl.).


  3. Byrja!

    Prófið að fara af stað með einum eða nokkrum flokkum og sjáið hvernig þetta kemur út og finnið taktinn!


Aðgangur stjórnenda að mætingarskýrslum


Sem stjórnandi félags eða deildar hefurðu aðgang að því að búa til skýrslur sem sýna mætingu þjálfara yfir allt félagið eða innan ákveðinnar deildar. Í þessum skýrslum geturðu:

  • Skoðað hvaða þjálfarar mættu á hvaða viðburði
  • Fylgst með virkni og þátttöku
  • Tekið út gögn til að styðja við launaútreikninga 

    Smelltu á skýrslur í vinstri stikunni og veldu þjálfaramæting


Þetta veitir þér fullkomna og nákvæma yfirsýn yfir þátttöku og mætingu þjálfara í félaginu.