Hægt er að skoða færslur og uppgjör í Abler sem tengjast greiddum greiðsluseðlum. Athugið: Greiðslan kemur beint frá greiðanda inn á reikning félagsins, en ekki frá „Greiðslumiðlun Íslands“ eins og áður. Ef greiðandi greiðir greiðsluseðil í banka, berst greiðslan samstundis til félagsins.
1. Farið í Uppgjör í Abler
- Opnið Abler og farið í vinstri stikuna.
- Veljið Fjármál og síðan Uppgjör & síðan Greiðsluseðlar.
2. Veljið tímabil
- Veljið tímabilið sem þið viljið skoða.
- Kerfið birtir greidda greiðsluseðla fyrir það tímabil ásamt heildarupphæð innborgunar.
3. Sækja nánari upplýsingar
- Hægt er að flytja gögnin út í Excel til að fá nánari upplýsingar, eins og:
- Greiðendur og greiðsluupplýsingar
- Upphæðir og dagsetningar greiðslna
- Seðilgjald
- Innborgunarupphæð
- Deild og þjónusta sem var greidd fyrir
Með þessum skrefum getið þið auðveldlega fylgst með greiddum greiðsluseðlum og uppgjöri í Abler.