Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega gagnlegar fyrir stjórnendur sem vilja búa til kannanir til að safna svörum frá notendum þegar þeir kaupa eða skrá sig í þjónustu


1. Stofnun þjónustu og val á könnunum

  • Þegar þú ert að stofna þjónustu, sérðu valmöguleika sem heitir Kannanir. Smelltu á þann valmöguleika og veldu Sýsla með kannanir.



2. Grunnstillingar könnunar (Summary)

  • Nafn könnunar: Fyrsta skrefið er að velja nafn (e. name) fyrir könnunina. Þetta nafn birtist kaupanda og getur verið t.d. nafnið á félagi eða titill könnunarinnar (t.d. Matarofnæmi).

  • Lýsing: Undir "Lýsing" (e. Description) geturðu skráð inn nánari lýsingu á könnuninni.

  • Nafnleynd: Hakaðu í ef þú vilt að könnunin sé nafnlaus (e. Anonymous).

  • Breytingarleyfi: Veldu hvort kaupendur megi breyta (e. edit) könnuninni eftir að hún hefur verið stofnuð.

  • Birting: Hakaðu í Publish (e.birta) þegar allar aðrar síður könnunarinnar hafa verið fylltar út. Sjá síðasta skref.


3. Stofna spurningar(Fields)

  • Smelltu á Fields til að stofna spurningar og veldu plúsinn.

  • Dæmi: Spurningin "Ertu með matarofnæmi?"

  • Þú getur bætt við nánari lýsingu og staðsetningartexti (e. placeholder) sem gefur notanda dæmi um hvernig svörum er verið að leita eftir (t.d. Já, bráðaofnæmi fyrir hnetum eða Nei).

  • Svarmöguleikar: Veldu hvaða snið spurningin á að hafa:

    • Stuttur texti (Short text)

    • Fellivalmynd (Dropdown)

    • Gátreitur (Checkbox)

    • Og fleira.



4. Bæta við eða eyða spurningum

  • Til að bæta við spurningu, veldu plúsinn (+).

  • Til að eyða spurningu, veldu mínusinn (-).


5. Velja deildir (Divisions)

  • Smelltu á Deildir (e. Division) og veldu hvaða deildir mega nota þessa könnun þegar þjónusta er stofnuð og smelltu svo á vista (e. Save)


    6. Farðu aftur í Summary þegar þú ert búin/n að velja deildir og veldu vista (e. Save) og svo loka. Í kjölfarið getur þú límt könnunina á þjónustuna.

    ATH ef könnuninn birtist ekki strax þá gætir þú átt eftir að haka í birta (e. publish) eða getur prófað að endurhlaða vafrann.