Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega gagnlegar fyrir stjórnendur sem vilja búa til kannanir til að safna svörum frá notendum þegar þeir kaupa eða skrá sig í þjónustu
1. Stofnun þjónustu og val á könnunum
Þegar þú ert að stofna þjónustu, sérðu valmöguleika sem heitir Kannanir. Smelltu á þann valmöguleika og veldu Sýsla með kannanir.
2. Grunnstillingar könnunar (Summary)
Nafn könnunar: Fyrsta skrefið er að velja nafn (e. name) fyrir könnunina. Þetta nafn birtist kaupanda og getur verið t.d. nafnið á félagi eða titill könnunarinnar (t.d. Matarofnæmi).
Lýsing: Undir "Lýsing" (e. Description) geturðu skráð inn nánari lýsingu á könnuninni.
Nafnleynd: Hakaðu í ef þú vilt að könnunin sé nafnlaus (e. Anonymous).
Breytingarleyfi: Veldu hvort kaupendur megi breyta (e. edit) könnuninni eftir að hún hefur verið stofnuð.
Birting: Hakaðu í Publish (e.birta) þegar allar aðrar síður könnunarinnar hafa verið fylltar út. Sjá síðasta skref.
3. Stofna spurningar(Fields)
Smelltu á Fields til að stofna spurningar og veldu plúsinn.
Dæmi: Spurningin "Ertu með matarofnæmi?"
Þú getur bætt við nánari lýsingu og staðsetningartexti (e. placeholder) sem gefur notanda dæmi um hvernig svörum er verið að leita eftir (t.d. Já, bráðaofnæmi fyrir hnetum eða Nei).
Svarmöguleikar: Veldu hvaða snið spurningin á að hafa:
Stuttur texti (Short text)
Fellivalmynd (Dropdown)
Gátreitur (Checkbox)
Og fleira.
4. Bæta við eða eyða spurningum
Til að bæta við spurningu, veldu plúsinn (+).
Til að eyða spurningu, veldu mínusinn (-).
5. Velja deildir (Divisions)
Smelltu á Deildir (e. Division) og veldu hvaða deildir mega nota þessa könnun þegar þjónusta er stofnuð og smelltu svo á vista (e. Save)
6. Farðu aftur í Summary þegar þú ert búin/n að velja deildir og veldu vista (e. Save) og svo loka. Í kjölfarið getur þú límt könnunina á þjónustuna.
ATH ef könnuninn birtist ekki strax þá gætir þú átt eftir að haka í birta (e. publish) eða getur prófað að endurhlaða vafrann.