Þú getur búið til gjafakort sem eru seld á markaðstorginu. Þú velur hvort gjafakortið gildi fyrir einstaka námskeið eða allar þjónustuleiðir sem eru í boði. 

Þegar kaupandi kaupir gjafakort á markaðstorginu:

  1. Fær hann tölvupóst með staðfestingu og prentvænni útgáfu af kortinu.
  2. Handhafi gjafakortsins getur notað kóðann á kortinu til að greiða fyrir þjónustu á markaðstorgi félagsins/fyrirtækisins. 


Skref 1 - Búa til gjafakortið

Ath: Þú þarft að hafa stjórnenda- og greiðsluréttindi hjá félaginu til að geta búið til gjafakort.


  1. Veldu Fjármál í vinstri valmyndinni í Stjórnenda HQ.
  2. Opnaðu flipann Afslættir og veldu Uppsetning.
  3. Smelltu á Stofna og veldu Stofna afslátt.
  4. Undir Almennt, fylltu inn grunnupplýsingarnar fyrir gjafakortið:
    • Tegund: Veldu Gjafakort.
    • Nafn: Gefðu gjafakortinu lýsandi nafn.
    • Upphæð gjafakorts: Sláðu inn verð gjafkortsins.
    • Líftími afsláttar: Stilltu gildistíma gjafakortsins (ekki lengri en gildistími aflsláttarprófílsins).
    • Valid for: Skilgreindu hversu lengi gjafakort tengd við prófílinn mega vera gild.
  5. Í Þjónustur getur þú valið hvaða deildir eða þjónustur kortið gildir fyrir. Athugið ef heimila á notkun á námskeiðum í fleiri deildum þá eru þær einfaldlega valdar undir Deildir og þjónustur deildanna birtast í Accepted by.


Skref 2 - Stofna þjónustu í formi gjafakorts

  1. Veldu Þjónustuyfirlit undir viðeigandi deild í vinstri valmyndinni.
  2. Smelltu á Stofna í efra horninu hægra megin og veldu Add Giftcard.
  3. Fylltu inn upplýsingarnar fyrir gjafakortið:
    • Gefðu kortinu nafn og skrifaðu lýsingu á þjónustunni eða vörunni. Í Giftcard velur þú gjafakortið sem þú bjóst til. 
    • Staðsetning: Bættu við staðsetningu félagsins.
    • Forskoða í vefverslun: Þú getur skoðað hvernig þjónustan lítur út á markakðstorginu áður en þú stofnar hana.
  4.  Þegar þú ert tilbúin(n), smelltu á Stofna.

Eftir að kortið hefur verið búið til er það selt á markaðstorgi félagsins/fyrirtæksins (abler.io/shop/nafnfélags).


TENGDAR GREINAR


Leitarorð: gjafakort, afsláttarprófíll