Hér fyrir neðan verður farið yfir hvenær er gott að nota færslur og skilaboð. Hvenær hentar betur að nota færslur eða skilaboð.Hvenær notum við færslur:


 • Tilkynningar um það sem á við um allan flokkinn. Til dæmis fjáraflanir, ferðatilhaganir og gistimót.


 • Myndir og myndbönd sem gefa forráðamönnum skemmtilega innsýn í starfið.


 • Þakkarpóstar til iðkenda og forráðamanna vegna móts eða vel heppnaðrar keppnisferðar hjá liðinu.Hvað er hægt að gera?


 • Hægt er að setja myndir, myndbönd og hvetjandi tilvitnanir til iðkenda í gegnum færslur


 • Kanna má áhuga á þátttöku í mótum í gegnum færslur og óska eftir viðbrögðum frá forráðamönnum
Hvenær er best að nota skilaboð:


 • Einkaskilaboð á foreldra eða forráðamenn iðkenda


 • Eftirfylgni með skráningu á mót, keppnisferðir eða leiki


 • Hópskilaboð á tiltekinn hóp innan flokksins


 • Samskipti við ákveðið lið í kringum leiki 


 • Samskipti við ákveðinn hóp innan viðburðar eða leiks t.d. er varðar keppnisferð


 • Samskipti við ákveðinn hóp innan viðburðar eða leiks t.d. er varðar keppnisferð


 • Samskipti sem krefjast skjótra svara