Ekki viss við hvern þú átt að hafa samband við þegar þú ert með spurningar eða lendir í einhverjum vandræðum? 


Misjafnt getur verið við hvern það er best að hafa samband. Hins vegar í flestum tilfellum er einfaldast að hafa samband við söluaðila/félagið.


Ef þú ert til dæmis með ógreiddan reikning, átt að fá endurgreitt eða vilt láta fjarlægja þig úr félagi þá þarf að hafa samband við söluaðila/félagið.


Ef það kemur hins vegar upp einhvers konar vandamál með innskráningu eða það kemur upp villa þá er hægt að hafa samband við þjónustuver Abler.

  • Þú einfaldlega sendir tölvupóst á netfangið abler@abler.io
  • Einnig er hægt að smella á Hafa samband í appinu eða smella á hjálparblöðruna í tölvunni.