Langar þig að birta færslu á vegg félags, deildar eða flokks?
Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um færslur, vegginn og leiðbeiningar um bestu notkun. Um er að ræða nýja virkni sem fjölmargir notendur hafa kallað eftir.
Færslur svipa um margt til hinna þekktu veggja á Facebook og gera stjórnendum og þjálfurum kleift að birta færslur á notendasvæði forráðamanna/iðkenda sem gefur þeim skemmtilega innsýn í starf félagsins.
Hugmyndir um helstu notkun fyrir færslur:
- Myndefni eða myndbönd frá æfingum og viðburðum félagsins/flokksins.
- Auglýsing á viðburðum á vegum félagsins.
- Mikilvægar tilkynningar og almenn upplýsingagjöf.
Hver getur gert hvað?
Stjórnandi félags getur skrifað færslu á vegg félags, vegg deildar og einnig á staka flokka.
- Færsla á vegg félags: Allir í félaginu sjá færsluna
- Færsla á vegg deildar: Allir í deildinni sjá færsluna
- Færsla á vegg flokks: Allir í flokknum sjá færsluna
*Forráðamenn, iðkendur og þjálfarar sjá færslur sem eru settar á vegginn. Ekki er hægt að velja að senda einungis færslur á forráðamenn sem dæmi.
Þjálfari getur sett inn færslu á vegg flokksins ásamt því að geta breytt færslu.
*Stjórnandi og þjálfari geta eytt athugasemdum við færslu hjá forráðamanni/iðkanda.
Forráðamenn/iðkendur geta ekki sett færslur á vegginn en þau geta "líkað" við færsluna frá stjórnanda/þjálfara. Það er svo hægt að velja hvort forráðamenn geti sett athugasemd eða ekki áður en færslan er birt.
Stjórnendur/þjálfarar geta birt færslur í appinu og vefviðmóti
Í Abler appinu
1. Smellt er á færslur og svo pennann sem er í hægra horninu.
2. Þá er hægt að skrifa í texta í boxið sem á að birta, næst er valið viðeigandi flokk eða deild. Hægt er að pinna færsluna efst á vegginn ásamt því að velja hvort forráðamenn/iðkendur geti skrifað athugasemd við færsluna.
3. Ef smellt er á plúsinn fyrir neðan "Leyfa athugasemdir" þá getur þú bætt við myndum og viðhengi.
4. Þegar búið er að skrifa texta og velja mynd má smella á "pósta".
5. Skjáskot 5 sýnir hvernig færslan lítur út
Í gegnum tölvu (stjórnendur)
1. Smellt er á "Færslur" í stjórnborðinu vinstra megin á skjánum.
2. Næst er valið hvort færslan eigi að birtast í einstaka deild/flokk eða öllu félaginu.
3. Hægt er að pinna færsluna efst á vegginn ásamt því að velja hvort forráðamenn/iðkendur geti skrifað athugasemd við færsluna.
4. Að endingu er hægt að bæta við myndum eða hengja viðhengi með færslunni (t.d. myndband) og þegar allt er tilbúið er smellt á "Birta".