1. Fara inn á www.sportabler.com og skrá sig inn með stöðvaraðganginum ykkar.


2. Þá sjáið þið leitarglugga. Í leitarglugganum er hægt að leita eftir meðlimum eða nýjum viðskiptavinum sem vilja kaupa áskrift. Það er hægt að leita eftir nafni, tölvupósti eða kennitölu.
3. Eftir að notandi hefur verið fundinn er hægt að smella á mynd eða nafn notandans. Ef notandinn er ekki með neina áskrift þá opnast gluggi (sjá mynd f. Neðan) og fyllt er út netfang og farsíma dálkana. Að lokum er ýtt á „Stofna“.
4. Þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að velja deild, tegund korts sem viðkomandi vill kaupa og að lokum áskriftarleið. 


5. Þegar búið er að velja áskrift þá stækkar glugginn og verð birtist. Í þeim glugga er hægt  að setja inn afslátt en starfsfólk hefur einungis leyfi til að gefa 5% fjölskylduafslátt. 


Ef afsláttur er gefinn, þá þarf starfsmaður að skrá athugasemd. Efri athugasemdin kemur fram á kvittun en neðri er aðeins sýnileg stjórnendum.
Þegar búið er að ýta á „Stofna“ þá ætti meðlimaspjald viðkomandi að koma upp á skjáinn. 


Viðkomandi getur farið í ógreitt hjá sér og greitt, sjá leiðbeiningar hér.


Ef viðskiptavinur kaupir staðgreitt kort getur hann greitt með reiðufé eða millifærslu